Minjasafnið á Akureyri - Akureyri Museum

Minjasafnið á Akureyri, Akureyri Museum, Historicla Museum, Akureyri History, Exhibitions Akureyri, Menning á Akureyri

Flýtilyklar

Fréttir

Barnaskemmtun Minjasafnsins á sumardaginn fyrsta

Fjölskyldustemmning mun ríkja á sumardaginn fyrsta hjá okkur frá kl 14-16. Í Minjasafnskirkjunni kl 14 verður fluttur fróðleikur í tilefni dagsins og sumarið verður sungið inn með hárri raust kirkjugesta. Á flötinni neðan við safnið verður farið í útileiki. Lummuangan og kakóilmur munu fylla vit gesta og veitingarnar verða reiddar fram í boði STOÐvina safnins. Vetrinum verður blásið hressilega burt með sápukúlublæstri með hjálp barna og fullorðna kl 16. Það er nóg um að vera og því upplagt fyrir mömmur og pabba, ömmur og afa, langömmur og langafa, frænkur og frændur að gera sér glaðan dag með börnunum á Minjasafninu á Akureyri. Það eru Minjasafnið á Akureyri, STOÐvinir Minjasafnins, St. Georgsgildið Kvistur og Akureyrarstofa sem standa að barnaskemmtuninni á Minjasafninu. Hér má sjá dagskrána.

 


Til baka


Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf

Framsetning efnis