Minjasafniđ á Akureyri - Akureyri Museum

Minjasafnið á Akureyri, Akureyri Museum, Historicla Museum, Akureyri History, Exhibitions Akureyri, Menning á Akureyri

Flýtilyklar

Fréttir

Bađstofukvöld í Laufási - draugasögur

Takmarkað ljós, fólk situr á rúmum eftir að hafa gengið um löng baðstofugöngin leggur hlustir við frásögn sögumannsr. Þetta er nokkuð sem þú getur upplifað fimmtudagskvöldið 31. janúar kl. 20 í baðstofunni í Gamla bænum í Laufási. Þá verður baðstofustemningin endurvakin og Þór Sigurðsson, safnvörður Minjasafnins á Akureyri, flytur þjóðlegar draugasögur.

Athugið takmarkað sætarými er í baðstofunni. Pantið sæti eftir kl. 17:00  í síma 463-3104 29. og 30. janúar.
Aðgangseyrir 500 krónur. Kaffi eða kakó ásamt smákökum gegn vægu gjaldi í Gamla prestshúsinu.

Draugasögur voru oft og tíðum sagðar í baðstofum þegar fólkið safnaðist saman að kvöldi eftir verk dagsins. Á fimmtudagskvöldið mun Þór segja draugasögur sem gerðust innan torfbæja þar sem gjarnan mátti finna löng göng og rangala, en þar gat ýmislegt leynst í hverju skúmaskoti. Þjóðlegar draugasögur fjalla m.a. um villudrauga, uppvakninga, ættarfylgjur og svipi. Draugar voru allt frá því að vera hættulegir draugar sem drápu menn og upp í það að vera svipir sem sýndu sig og gerðu ekki nokkrum mein. Algengastar voru fylgjurnar. Hver man ekki eftir sögum eins og þeirri um Þorgeirsbola sem mikið var á ferðinni í nágrenni Laufásbæjar í Grýtubakkahreppi.    

Takmarkað sætarými er í baðstofunni og er fólk því hvatt til þess að panta sér sæti í síma 463-3104 eftir kl. 17:00 þriðjudaginn 29. og miðvikudaginn 30. janúar.


Til baka


Opnunartími/Opening hours

Minjasafnið á Akureyri - Akureyri Museum 

14. maí  - 1. október.
Alla daga / Daily kl. 10-17

2. október - 31.maí
Alla daga / Daily kl. 13-16

Gamli bærinn Laufás - Old Turfhouse Laufás

14. maí -1. október:
Alla daga 9-17

June 1.-October 1.  
Daily 9-17

Vetur/Winter
Opið fyrir hópa/Open for groups

Sími/Tel: 895-3172
E-mail: laufas@minjasafnid.is 

Nonnahús - Nonni's House

1.júní -3. september

Daglega/Daily 10-17

4. september - 1. október 2017

Opið 10-17 fimmtudag-sunnudags
Open 10-17 Thursday - Sunday

Davíðshús
Davíðs Stefánsson Writers home


Opið þriðjudag - laugardags 13-17
frá 1.júní - 1. September

Open Tuesday - Saturday 13-17
from 1. June - 1. September

sími/Tel: 462-4162 

Aðgangseyrir/Admission

18+ 1500 kr.

Sólarhringskort á söfnin/24H pass to our museums 2000 kr

15% Hópafsláttur (10+) /Group discount (10+)

Séropnun utan opnunartíma/Special opening: 20.000 kr + aðgangseyrir/admission fee

                         

Skrifstofa Minjasafnsins
The Museum office
Opið/Open: 
Virka daga/Weekdays 8-16. 

Sími/Tel: 462 4162 & 847 4235
Sími/Tel: Laufás 463-3196 & 895-3172
Sími/Tel: Davíðshús 462 4162 / 571-1830
Sími/Tel: Nonnahús 462-3555 / 462 4162

minjasafnid@minjasafnid.is

Tekið á móti skólahópum alla virka daga.
Bókanir hjá ragna@minjasafnid.is

  Minjasafnið á götukorti - FIND US ON A MAP

Vidurkennt safn
...

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf

Framsetning efnis

English