Minjasafniđ á Akureyri - Akureyri Museum

Minjasafnið á Akureyri, Akureyri Museum, Historicla Museum, Akureyri History, Exhibitions Akureyri, Menning á Akureyri

Flýtilyklar

Fréttir

Viltu vinna á safninu í sumar?

Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Davíðshús, Gestastofa og Gamli bæinn Laufási vantar einmitt starfsfólk í sumar.
Helstu verkefni:  móttaka gesta og sala í safnbúð, létt safnstörf og umsjón sögulegra minja.

Hæfniskröfur:  17 ára og eldri, góð enskukunnátta , önnur tungumálakunnátta kostur, tölvufærni, rík þjónustulund, lipurð í samskiptum, bílpróf er æskilegt.

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á haraldur@minjasafnid.is  fyrir 21. mars n.k.

Upplýsingar um söfnin og sumarstörf Minjasafnsins á Akureyri

Minjasafnið á Akureyri heldur utan um starfsemi eftirtalinna safna:
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjuna og Nonnahús sem staðsett eru á sömu lóð við Aðalstræti 58. Davíðshús, heimili Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi að Bjarkarstíg 6, og Gamla bæinn Laufás ásamt Gestastofu við Grenivíkurveg í Grýtubakkahreppi.

Árlega koma þúsundir innlendra og erlendra gesta í heimsókn í söfnin yfir sumartímann. Starfsmenn þurfa að sýna sínar bestu hliðar við móttöku þeirra, hafa ríka þjónustulund, prúða framkomu og vera snyrtileg til fara.  

Í Minjasafninu eru þrjár sýningar, Akureyri, bærinn við pollinn um sögu Akureyrar, „Land fyrir stafni“ Íslandskortasafn frá 1547 til 1800 og ýmsar sumarsýningar.  Í Minjasafninu er einnig safnbúð þar sem eru til sölu ýmsir minjagripir og smávara.
Starfsmenn þurfa að setja sig inn í sýningarnar, geta sagt frá þeim og leiðbeint gestum á fleiri en einu tungumáli. Einnig hafa starfsmenn umsjón með Minjasafnskirkjunni.

Nonnahús og Davíðshús eiga það sameiginlegt að hafa á árum áður verið heimili skáldanna Jóns Sveinssonar og Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi.
Starfsmenn þurfa að kynna sér sögu skáldanna, þekkja verk þeirra, húsakynni og muni, geta sagt frá og leiðbeint gestum á fleiri en einu tungumáli. Í skáldahúsunum eru til sölu ýmsar vörur tengdar söfnunum.

Gamli bærinn Laufás í Grýtubakkahreppi er einn af fáum torfbæjum á Íslandi sem enn eru ofanjarðar og liggur mikil og löng saga á bak við hann sem starfsmenn þurfa að kunna skil á og getað miðlað til gesta/ferðamanna á fleiri en einu tungumáli. Bærinn er einn mest sótti ferðamannastaður í Eyjafirði og er oft margt um manninn, sérstaklega þegar skemmtiferðaskip koma í höfn á Akureyri. Í Gestastofunni er rekin minjagripaverslun og seldar léttar tilbúnar veitingar, þar eru einnig snyrtingar, móttaka fyrir hópa og upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn um nærliggjandi svæði og Grýtubakkahrepp.


Til baka


Opnunartími/Opening hours

Minjasafnið á Akureyri - Akureyri Museum 

14. maí  - 1. október.
Alla daga / Daily kl. 10-17

2. október - 31.maí
Alla daga / Daily kl. 13-16

Gamli bærinn Laufás - Old Turfhouse Laufás

14. maí -1. október:
Alla daga 9-17

June 1.-October 1.  
Daily 9-17

Vetur/Winter
Opið fyrir hópa/Open for groups

Sími/Tel: 895-3172
E-mail: laufas@minjasafnid.is 

Nonnahús - Nonni's House

1.júní -3. september

Daglega/Daily 10-17

4. september - 1. október 2017

Opið 10-17 fimmtudag-sunnudags
Open 10-17 Thursday - Sunday

Davíðshús
Davíðs Stefánsson Writers home


Opið þriðjudag - laugardags 13-17
frá 1.júní - 1. September

Open Tuesday - Saturday 13-17
from 1. June - 1. September

sími/Tel: 462-4162 

Aðgangseyrir/Admission

18+ 1500 kr.

Sólarhringskort á söfnin/24H pass to our museums 2000 kr

15% Hópafsláttur (10+) /Group discount (10+)

Séropnun utan opnunartíma/Special opening: 20.000 kr + aðgangseyrir/admission fee

                         

Skrifstofa Minjasafnsins
The Museum office
Opið/Open: 
Virka daga/Weekdays 8-16. 

Sími/Tel: 462 4162 & 847 4235
Sími/Tel: Laufás 463-3196 & 895-3172
Sími/Tel: Davíðshús 462 4162 / 571-1830
Sími/Tel: Nonnahús 462-3555 / 462 4162

minjasafnid@minjasafnid.is

Tekið á móti skólahópum alla virka daga.
Bókanir hjá ragna@minjasafnid.is

  Minjasafnið á götukorti - FIND US ON A MAP

Vidurkennt safn
...

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf

Framsetning efnis

English