Minjasafni­ ß Akureyri - Akureyri Museum

Minjasafnið á Akureyri, Akureyri Museum, Historicla Museum, Akureyri History, Exhibitions Akureyri, Menning á Akureyri

Flřtilyklar

Laxdalsh˙s

   

Elsta húsið á Akureyri

Laxdalshús er eina verslunarhúsið sem eftir stendur af 19. aldar kaupstaðnum á Akureyrinni.

Laxdalshús var byggt árið 1795 og er bindingsverkshús eða grindarhús með lága veggi og hátt, bratt ris. Gluggarnir eru litlir. Húsið stendur á lágri hlaðinni undirstöðu og er tjargað að utan. Áður fyrr var brunnur sunnan við húsið, og í garðinum stóð lengi reynitré sem upphaflega var plantað um 1800. Tréð var eitt örfárra trjáa í görðum í bænum og vakti óskipta athygli erlendra ferðamanna í bænum á 19. öldinni.

Reynitréð við Laxdalshús var sagt af helgum meiði, komið frá hinni helgu reynihríslu í Möðrufellshrauni. En sú saga er um Möðrufellsreyninn að hann hafi fyrst vaxið upp af leiði systkina sem tekin voru af lífi saklaus fyrir blóðskömm. Upp af leiði þeirra í hrauninu á reynirinn að hafa vaxið.

Örlög reynisins urðu þau að síðustu skotin voru fjarlægð upp úr 1980 en nýtt tré kom í staðinn.

Íbúar hússins

Laxdalshús var byggt árið 1795 fyrir Georg Andreas Kyhn kaupmann sem kom til bæjarins tveim árum fyrr. Það var byggt til íbúðar fyrir verslunarþjóna Kyhns. Einn þeirra var Hans Wilhelm Lever sem bjó í húsinu í tvígang áður en hann setti sjálfur á stofn verslun norðan við Búðarlæk. Hans Wilhelm var faðir Vilhelmínu Lever sem er vel þekkt persóna úr sögu Akureyrar.

Jóhann Gudmann eignaðist Kyhnsverslunina 1818 og setti yfir hana Andreas Mohr verslunarstjóra sem þekktur er fyrir að hafa leikið vel á fiðlu og haldið uppi tónlistarlífi í bænum á undan öllum öðrum.

Meðan Mohr bjó í Laxdalshúsi var Amtsbókasafnið þar til húsa því Mohr hafði umsjón með því.

Sonur Jóhanns hét Frederik Gudmann og hafði sama hátt á og faðir hans, sat í Kaupmannahöfn en hafði faktora hér yfir versluninni.

Á hans vegum kom hingað Bernhard August Steincke sem bjó hér í húsinu í sextán ár samtals en fór burtu alfarinn 1874. Steincke var sannkallaður menningarfrömuður á sínum tíma. Meðal annars kom hann af stað leikstarfsemi sem síðan hefur ekki lagst af, og einnig kenndi hann ungu fólki að syngja og dansa. Hann hafði mörg embætti með höndum, og talið er að hann hafi átt frumkvæði að því að Frederik Gudmann gaf Akureyringum spítala árið 1874. Steincke var meðal annars amtsbókavörður og líklega var safnið í Laxdalshúsi á hans tíð.

Eftir dauða Frederik Gudmann var verslunin rekin undir nafninu Gudmanns Efterfölger. Það gerði Höepfner kaupmaður, en verslunarstjóri hans var Eggert Laxdal sem bjó í húsinu á síðasta fjórðungi 19. aldar. Eftir honum er húsið nefnt, en síðsti verslunarstjórinn í Laxdalshúsi var þó Hallgrímur Davíðsson til ársins 1933. Hann stýrði verslun Höepfners.

Danska tímabilið í verslun á Akureyri stóð fram undir 1900. Allan tímann var þungamiðjan í Innbænum. Glæsilegustu verslanirnar á síðasta blómaskeiði Innbæjarins voru Túliníusarverslun og Höpfnersverslun. En um 1900 fjölgaði íslenskum kaupmönnum hratt, bærinn stækkaði ört, og miðbærinn úti í Hafnarstræti myndaðist. Þungamiðja verslunar og bæjarlífs færðist út í miðbæ. Gamla kaupstaðartorfan kringum Laxdalshús fékk ekki uppreisn æru aftur fyrr en farið var að huga að friðun og varðveislu gamalla húsa á seinni hluta 20. aldarinnar.

Öldungur í nútímanum

Akureyrarbær eignaðist Laxdalshús 1942 og leigði út um skeið.

Þegar kom fram yfir 1950 var farið að huga að stofnun byggðasafns fyrir Eyjafjörð. Um áratug síðar var byggðasafnsnefnd farin að beina sjónum sínum að Innbænum á Akureyri sem ákjósanlegum stað fyrir safnið. Þegar þarna var komið sögu var útlit fyrir að blómatími húsa í hverfinu væri liðinn. Í Innbæ og Fjöru voru elstu húsin í bænum, og einhverjar líkur voru á að þau gætu verið laus til safnaafnota, því þetta var áður en allur almenningur fékk áhuga á gömlu húsum og varðveislu þeirra.

Tillögur voru gerðar um samfellt safnsvæði í Innbænum og Fjörunni, með aðsetri byggðasafnsins í Kirkjuhvoli. Minjasafnið eignaðist Kirkjuhvol árið 1962 en lengra náðu hugmyndir um safnasvæði ekki að sinni. Fljótlega fóru húsverndarsjónarmið að láta á sér kræla og þróunin í Innbænum sneri hægt og hægt við.

Laxdalshús var friðað árið 1978 og var endurnýjað verulega næstu árin á eftir.

Til samanburðar við Laxdalshús má hafa Túliníusarhús og Höepfnershús. Það fyrstnefnda er góður fulltrúi húsa frá tímabili dönsku kaupmannanna. Húsin sem brunnu 1901 voru flest með sama sniði og byggðin dökk yfir að líta.

Túliníusarhús og Höepfnershús eru frá síðasta skeiði timburhúsabygginga. Þau standa hátimbruð og ljósmáluð með stóra glugga og skrautumgerðir.

Innbærinn er á leið með að verða safnasvæði óvart. Laxdalshús, Gudmanns Minde, Friðbjarnarhús og Nonnahús eru öll varðveitt sem sögulegar minjar.

Samfelld röð elstu húsa bæjarins er inn Fjöruna, og einstök hús standa upp úr vegna gerðar sinnar eða sögu. Í Innbænum og Fjörunni eru söfn, fornminjar, gamlir stígar og mannvirki sem kalla á samræmdar merkingar. Þar við bætist veðurblíðan og Brynjuísinn sem allt saman gerir svæðið kjörið til útiveru.

Byggt á bókinni "Akureyri höfuðborg hins bjarta norðurs" eftir Steindór Steindórsson. Guðrún María Kristinsdóttir tók saman fyrir yngismannadaginn 23. mars 2004.

OpnunartÝmi/Opening hours

Minjasafnið á Akureyri - Akureyri Museum 

14. maí  - 1. október.
Alla daga / Daily kl. 10-17

2. október - 31.maí
Alla daga / Daily kl. 13-16

Gamli bærinn Laufás - Old Turfhouse Laufás

14. maí -1. október:
Alla daga 9-17

June 1.-October 1.  
Daily 9-17

Vetur/Winter
Opið fyrir hópa/Open for groups

Sími/Tel: 895-3172
E-mail: laufas@minjasafnid.is 

Nonnahús - Nonni's House

1.júní -3. september

Daglega/Daily 10-17

4. september - 1. október 2017

Opið 10-17 fimmtudag-sunnudags
Open 10-17 Thursday - Sunday

Davíðshús
Davíðs Stefánsson Writers home


Opið þriðjudag - laugardags 13-17
frá 1.júní - 1. September

Open Tuesday - Saturday 13-17
from 1. June - 1. September

sími/Tel: 462-4162 

Aðgangseyrir/Admission

18+ 1500 kr.

Sólarhringskort á söfnin/24H pass to our museums 2000 kr

15% Hópafsláttur (10+) /Group discount (10+)

Séropnun utan opnunartíma/Special opening: 20.000 kr + aðgangseyrir/admission fee

                         

Skrifstofa Minjasafnsins
The Museum office
Opið/Open: 
Virka daga/Weekdays 8-16. 

Sími/Tel: 462 4162 & 847 4235
Sími/Tel: Laufás 463-3196 & 895-3172
Sími/Tel: Davíðshús 462 4162 / 571-1830
Sími/Tel: Nonnahús 462-3555 / 462 4162

minjasafnid@minjasafnid.is

Tekið á móti skólahópum alla virka daga.
Bókanir hjá ragna@minjasafnid.is

  Minjasafnið á götukorti - FIND US ON A MAP

Vidurkennt safn
...

Innskrßning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf

Framsetning efnis

English