Minjasafni­ ß Akureyri - Akureyri Museum

Minjasafnið á Akureyri, Akureyri Museum, Historicla Museum, Akureyri History, Exhibitions Akureyri, Menning á Akureyri

Flřtilyklar

Verslunarsta­urinn Akureyri

Upphaf verslunar

 Föst verslun hófst á Akureyri með dönsku einokunarversluninni árið 1602. Þó eru heimildir um kaupskip inni á Pollinum nokkru fyrr, eða um 1560-70.

Allt einokunartímabilið var aðeins ein verslun á Akureyri að jafnaði. Lengst af allt tímabilið tíðkaðist selstöðufyrirkomulagið, þ.e. verslunin var aðeins opin yfir sumarið en húsin lokuð og læst á veturna, og kaupmönnum bannað að hafa vetursetu á staðnum, eða að hafa eftirlegu eins og það kallaðist.

 Föst búseta hófst á Akureyri eftir 1776 en það ár fyrirskipaði konungur breyttan opnunartíma verslana, sem skyldu nú vera opnar allt árið. Smíði fyrsta íbúðarhússins í bænum lauk 1778. Það stóð allar götur til ársins 1901, en brann ásamt elsta kjarna bæjarins þetta ár. Fyrsta íbúðarhúsið stóð á lóð Hafnarstrætis 3. Upphaflega verslunarlóðin náði frá norðan frá Grásteini og suður fyrir sauðarétt syðst á torfunni. Þetta er svæðið milli Hafnarstrætis 19 að norðan, og suður að Hafnarstræti 3. Grásteinn er enn í brekkunni ofan við Hafnarstræti 17 en sauðaréttin ætti að vera sunnan við Hafnarstræti 3 og er þar ef til vill enn undir sverði og götu.

Laxdalshús er eina verslunarhúsið sem eftir stendur af 19. aldar kaupstaðnum á Akureyrinni.

 Árið 1787 var einokun aflétt og verslun gefin frjáls öllum þegnum Danakonungs. Sex kaupstaðir voru stofnsettir á Íslandi, Reykjavík, Grundarfjörður, Skutuls-eða Ísafjörður, Akureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar.

 Síðasti einokunarkaupmaðurinn á Akureyri var Friðrik Lynge og keypti hann nú eignir konungsverslunarinnar. Íbúar á Akureyri voru 12 talsins um þessar mundir og húsakostur í bænum var þá auk íbúðarhússins krambúð, sláturhús, mörbúð, geymsluhús og torfkofar sem segja sína sögu um starfsemina, auk sauðaréttarinnar.

Kaupstaðarnafnbótinni fylgdu ýmis fríðindi fyrir borgara sem settust þar að svo sem ókeypis lóð og garðstæði. En kaupstaðarréttindin voru tekin af um skeið og fengust ekki aftur fyrr en 1862, og við það ár er stofnun Akureyrarbæjar miðuð.

 Danska tímabilið í verslun á Akureyri stóð fram undir 1900. Allan tímann var þungamiðjan í Innbænum. Glæsilegustu verslanirnar á síðasta blómaskeiði Innbæjarins voru Túliníusarverslun og Höpfnersverslun. En um 1900 fjölgaði íslenskum kaupmönnum hratt, bærinn stækkaði ört, og miðbærinn úti í Hafnarstræti myndaðist. Þungamiðja verslunar og bæjarlífs færðist út í miðbæ. Gamla kaupstaðartorfan kringum Laxdalshús fékk ekki uppreisn æru aftur fyrr en farið var að huga að friðun og varðveislu gamalla húsa á seinni hluta 20. aldarinnar.

 

Samfelld röð elstu húsa bæjarins er inn Fjöruna, og einstök hús standa upp úr vegna gerðar sinnar eða sögu. Í Innbænum og Fjörunni eru söfn, fornminjar, gamlir stígar og mannvirki sem kalla á samræmdar merkingar. Þar við bætist veðurblíðan og Brynjuísinn sem allt saman gerir svæðið kjörið til útiveru.

 

Byggt á bókinni "Akureyri höfuðborg hins bjarta norðurs" eftir Steindór Steindórsson. GMK fyrir yngismannadaginn 23. mars 2004.

OpnunartÝmi/Opening hours

Minjasafnið á Akureyri - Akureyri Museum 

14. maí  - 1. október.
Alla daga / Daily kl. 10-17

2. október - 31.maí
Alla daga / Daily kl. 13-16

Gamli bærinn Laufás - Old Turfhouse Laufás

14. maí -1. október:
Alla daga 9-17

June 1.-October 1.  
Daily 9-17

Vetur/Winter
Opið fyrir hópa/Open for groups

Sími/Tel: 895-3172
E-mail: laufas@minjasafnid.is 

Nonnahús - Nonni's House

1.júní -3. september

Daglega/Daily 10-17

4. september - 1. október 2017

Opið 10-17 fimmtudag-sunnudags
Open 10-17 Thursday - Sunday

Davíðshús
Davíðs Stefánsson Writers home


Opið þriðjudag - laugardags 13-17
frá 1.júní - 1. September

Open Tuesday - Saturday 13-17
from 1. June - 1. September

sími/Tel: 462-4162 

Aðgangseyrir/Admission

18+ 1500 kr.

Sólarhringskort á söfnin/24H pass to our museums 2000 kr

15% Hópafsláttur (10+) /Group discount (10+)

Séropnun utan opnunartíma/Special opening: 20.000 kr + aðgangseyrir/admission fee

                         

Skrifstofa Minjasafnsins
The Museum office
Opið/Open: 
Virka daga/Weekdays 8-16. 

Sími/Tel: 462 4162 & 847 4235
Sími/Tel: Laufás 463-3196 & 895-3172
Sími/Tel: Davíðshús 462 4162 / 571-1830
Sími/Tel: Nonnahús 462-3555 / 462 4162

minjasafnid@minjasafnid.is

Tekið á móti skólahópum alla virka daga.
Bókanir hjá ragna@minjasafnid.is

  Minjasafnið á götukorti - FIND US ON A MAP

Vidurkennt safn
...

Innskrßning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf

Framsetning efnis

English