Úr bréfi frá Davíð 1931: „Þú veist að ég hef aldrei viljað láta einn eða neinn leggja hömlur á líf mitt. Frjáls hef ég viljað vaxa og lifa. Það var eðli mitt og innræti. En ég hef þráð vini, og eignast – og þú ert einn þeirra, sá besti. Ég hef oft viljað vera einn, - en þegar þú varst farin hef ég saknað þín og þráð þig. Ég veit það, Þóra mín, að það er erfitt fyrir konur að eyða árum sínum í sambandi við mann eins og mig. En ég get ekki verið öðru vísi en ég er, ég vildi það, en ég get það ekki."