Hvað er betra en kvöldstund í Davíðshúsi með tónum listakvennanna Unu og Eikar. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þær systur komið víða fram. Una leikur á píanó og syngur ásamt systur sinni Eik. Þetta kvöld ætla þær að flytja lög sem þeim finnst líklegt að Davíð Stefánsson frá Fagraskógi hefði líkað við eða sem þær tengja við hann á einhvern hátt.

Á efnisskránni eru fjölbreytt lög bæði íslensk og erlend eftir Stuðmenn, Janis Ian, Katie Melua, Bubba, Hjaltalín, Bítlana og ýmsa fleiri.

Fín upphitun fyrir Akureyrarvöku.

Davíðshús er heimili Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi sem þar bjó til dánardags 1964. Davíð var fagurkeri á fleira en orðsins list eins og húsakynnin bera með sér, full af bókum, listaverkum og persónulegum munum, blanda af listasafni, minjasafni og heimili. 
Viðburðaröðin Allar gáttir opnar hefur það að markmiði m.a. að gefa ungu listafólki tækifæri til að koma fram. 

Aðgangur er ókeypis.