Stoðvinir Minjasafnsins á Akureyri (Stoð) er félagsskapur vina safnsins. Félagið var stofnað 4. september 2002 á 40 ára afmæli safnsins, að frumkvæði Guðrúnar M. Kristinsdóttur safnstjóra og Haraldar Sigurðssonar, fv. bankafulltrúa.
Meginhlutverk Stoðar er að aðstoða Minjasafnið við hvers konar atburði á vegum safnsins og stuðla að velgengni þess.  Félagið hefur aðstoðað við opnun sýninga, tekið þátt í viðburðum Minjasafnsins og staðið fyrir eigin viðburðum. Minjasafnið og Stoð hafa unnið saman að hátíðahöldum á safnasvæðinu á sumardaginn fyrsta. Stoðvinir hafa helgað sér fyrsta vetrardag og nefna hann Stoðdag. Þann dag hafa þeir boðið upp á vandaðar dagskrár um áhugaverð efni enda hefur aðsókn verið mjög mikil.

Dagskrá um Arthur Gook 26. febrúar 2005.
Orgelið er komið! Dagskrá í tilefni 130 ár frá vígslu fyrsta kirkjuorgels í Eyjafirði. 22.október 2005. Dagskrá um Matthías Jochumsson. 21. október 2006.                                                    

Kjarnakonur úr Innbænum er yfirskrift dagskrár sem Stoðvinir Minjasafnsins á Akureyri stóðu fyrir fyrsta vetrardag 2007 í Amtsbókasafninu á Akureyri. Flutt voru stutt erindi um merkiskonurnar Elísabetu Geirmundsdóttur (1915-1959), listakonuna í Fjörunni og Ragnheiði O. Björnsson (1896-1987), kaupkonu.

Árið 2008 var ákveðið að tengja dagskrána betur við safnið og sýningar þess. Það haust var dagskrá tengd sýningunni Hvað er í matinn? og 2009 sýningunni Allir krakkar, allir krakkar. Stoðdagurinn 2010 var helgaður gömlum vinnubrögðum og 2011 var álfaþema í gangi, enda var sýningu um álfa og huldufólk að ljúka á safninu þann dag. 2012 var örsýning á símtækjum frá ýmsum tímum ásamt fleiri dagskrárliðum.

Félagið heldur fundi annan miðvikudag annars hvers mánaðar kl. 17-18, á tímabilinu september fram í maí.
Félagið er öllum opið.

Stjórn 2012-2013: Óskar Ægir Benediktsson formaður,  Hallgrímur Gíslason ritari og Bára Ólafsdóttir gjaldkeri. Varamenn: Halla Kristmunda Sigurðardóttir og Jakob Kárason.

Upplýsingar eru veittar í tölvupósti: ob@ua.is, hallgrimurgi@gmail.com eða baraolafs@simnet.is. Einnig er hægt að hafa samband við Minjasafnið á minjasafnid@minjasafnid.is .

Myndir frá starfi félagsins

Ársskýrslur