Á barnamenningarhátíð í október 2020 tóku börn á grunnskólaaldri tók ljósmyndir á Akureyri af; uppáhalds staðnum sínum, litum, morgni á Akureyri, hverfinu sínu eða nærmynd. 13 krakkar sendu inn 60 frábærar ljósmyndir. Myndirnar voru settar upp jafnóðum á sýningunni Akureyri bærinn við Pollinn þar sem þær eru til sýnis fram til 6. janúar 2021. Verkefnið fólst í að senda inn eina mynd úr þessum flokkum: 1. Uppáhaldsstaðurinn minn á Akureyri 2. Hverfið mitt 3. Morgunn á Akureyri 4. Litir 5. Nærmynd.

Sýningin er fyrsta sýningin í nýju sýningarrými inni í sýningunni Akureyri bærinn við Pollinn.