Fríða Ísberg les upp úr skáldsögunni Merkingu, sem er margradda verk sem fjallar um afstöðu og pólaríseringu, fordóma og samkennd. Þjóðin er klofin í afstöðu sinni til samkenndarprófsins, byltingarkenndrar tækni sem spáð getur fyrir um andfélagslega hegðun; annar helmingurinn vill öruggara samfélag, hinn vill réttlátt samfélag. Fram undan er þjóðaratkvæðagreiðsla sem sker úr um hvort fólki verði gert skylt að gangast undir prófið.

Fríða hefur áður gefið frá sér smásagnasafnið Kláða, sem tilnefnt var til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020, og ljóðabækurnar Slitförin og Leðurjakkaveður.

 Tómas Ævar Ólafsson mun les upp úr sinni fyrstu ljóðabók, umframframleiðslu, sem er ljóðræn rannsókn á þeim verkfærum sem nútímasamfélag beitir á innstu kjarna manneskjunnar. Ljóðabálkurinn fylgir leit ljóðmælanda að lausn undan óefni í sálarlífi sínu. Hann ber vandamál sitt á borð þriggja kvenna; trúnaðarvinkonu, sálfræðings og ókunnugrar manneskju á öldurhúsi. Verkið skoðar hlustun og viðbrögð þeirra við óefninu.

Tómas Ævar Ólafsson starfar sem dagskrárgerðarmaður á Rás 1. Skrif hans hafa birst í bókmenntatímaritum, safnbókum og aftan á vínylplötum.
Bækur verða til sölu á staðnum.

Af gefnu tilefni minnum við á að sætapláss er takmarkað í Davíðhúsi – miðapantanir á davidshus@minjasafnid.is eða í síma 462 4162.
Auk þess verða miðar seldir við innganginn meðan húsrúm leyfir.

Aðgangur aðeins 500 kr. – Safnakort Minjasafnsins gildir á viðburðinn.
Viðburðurinn er styrktur af SSNE