Þórður Sævar Jónsson, ljóðskáld og þýðandi frá Akureyri, gaf nýverið út ljóðabókina Brunagaddur, þar sem hann fjallar um fyrsta vetur sinn á Akureyri í 22 ár, veturinn 2019 til 2020.

„Brunagaddur er óður til vetursins. Eins og í fyrri verkum sínum málar Þórður Sævar myndir af íslenskri náttúru með blöndu af galsa og nákvæmni. Ljóðin fanga þá einstöku upplifun að búa á eyju þar sem veðrið mótar daglega tilveru íbúanna – en einnig þeirra innra landslag,“ segir í tilkynningu frá forlaginu Partus.

„Í Brunagaddi horfir Þórður Sævar beint niður í hyldýpi vetursins og færir okkur þaðan ískaldan en óhjákvæmilegan veruleika, því „veturinn fer aldrei / alveg // það gengur bara mismikið / á forðann”.

Brunagaddur er önnur ljóðabók Þórðar. Fyrsta bók hans, Vellankatla, var tilnefnd til Maístjörnunnar, ljóðabókaverðlauna Rithöfundasambandsins og Landsbókasafns Íslands.

Af gefnu tilefni minnum við á að sætapláss er takmarkað í Davíðhúsi – miðapantanir á davidshus@minjasafnid.is eða í síma 462 4162.
Auk þess verða miðar seldir við innganginn meðan húsrúm leyfir.

Aðgangur aðeins 500 kr. – Safnakort Minjasafnsins gildir á viðburðinn.
Viðburðurinn er styrktur af SSNE