Það verður sérstaklega jólalegt um að litast í Nonnahúsi sunnudaginn 10. desember þar sem félagar úr Þjóðháttafélaginu Handraðanum verða að störfum. Jól verða undirbúin í anda fyrri tíðar með kertagerð, skorið út laufabrauð, sungið og kveðið, föndrað og jólatréið skreytt til jólanna. Jólaandinn verður svo sannarlega í heimsókn þennan daginn. Í Nonnahúsi er einnig að finna sýningu á jólaskrauti frá ýmsum tímum. Þá er efni úr dagbókum Sveins Þórarinssonar sem tengist jólum á veggjum hússins. Var jólaös í Innbænum?
Á tónlistarsýningu Minjasafnsins hljóma fagrir harmonikutónar frá Félagi harmonikuunnenda við Eyjafjörð. Þar eru einnig sýningarnar Jólin koma þar sem stofustemningin er við völd. Í borðstofunni er þess beðið að íbúar setjist til borðs, jólatréið er skreytt og ilmur í lofti. Í skólastofunni er síðasti skóladagur fyrir jólafrí með skreyttri töflu. Sýninguna prýða myndir og munir. Á neðri hæðinni eru nokkrir óþekktu jólasveinarnir ásamt jólafjallinu sem er hægt að skyggnast inn í.
Opið verður í Leikfangahúsinu – Friðbjarnarhúsi Aðalstræti 46, þar gefur að líta ýmis leikföng sem rötuðu undir jólatré í fortíðinni eða vonast var eftir að yrðu þar.
Verið öll velkomin.
Akureyri Museum, Nonni's house, Industrial Museum, Akureyri Toy Museum: Daily 11-17
Laufás Heritage Site: Daily 11-17 /Winter closed
Davíð writers museum: Summer: Thuesday to Saturday 13-17
Sundry Collection: Wednesday - Sunday 13:00-17:00 June 18 to August 17.
Open for prebooked groups all year: Booking at minjasafnid@minjasafnid.is