Jóladagatal Minjasafnsins á Akureyri - Sænskur rafvirki veldur jólaæði á Íslandi.

Á aðventunni fjölgar ljósum í görðum og gluggum. Aðventuljós eru afar algeng á Íslandi. Af útlitinu að dæma mætti halda að þar væri vísun í ljós gyðinga, menóru, sjö arma kertastjaka svo er þó ekki.

Árið 1934 settist ungur Svíi, Oscar Anderson, við borð foreldra sinna til að gera tilraunir. Hann var áhugasamur um rafmagn og vann hjá stórfyrirtækinu Philips. Á verkstæðinu söfnuðust upp ljósaperur úr jólatrésseríum sem átti að henda. Oscar flaug í hug að nýta perurnar og búa til rafmagns aðventuljós úr gömlum kertastjaka, sem komið var fyrir í glugga fjölskyldunnar jólin 1934. Ljósin vöktu mikla athygli. Þremur árum síðar sýndi Oscar yfirmönnum sínum hjá Philips herlegheitin. Þeir kveiktu ekki á perunni og höfðu ekki trú á að fólk myndi skipta á rafmagnsljósi og hefðbundnu kertaljósi  en létu til leiðast. Framleidd voru nokkur þúsund stykki, það var jú Lúsíuhátíð framundan þar sem tíðkaðist að kveikja á kertum út í glugga. Ljósin seldust upp og framleiðslan jókst ár frá ári.

Sænsku aðventuljósin sáust ekki í íslenskum gluggum fyrr en árið 1964. Gunnar Ásgeirsson, heildsali, rak augun í ljósin í sænskum verslunarglugga og fannst tilvalið að gefa gömlum frænkum sínum. Hann keypti þrjú stykki. Það er óhætt að segja að ljósin hafi fallið í kramið hjá fleirum en frænkunum og Gunnar hóf innflutning á ljósunum.

The electric Advent candelabra is a Swedish lighting innovation that became part of Icelandic traditions since 1964.

Three decades earlier an employee at Philips in Gothenburg, Oskar Andersson got the bright idea to take rejected electrical candles and install them into a traditional candleholder made of wood. Philips’ management was a bit reluctant to start with, but in 1937 the electrical advent candelabra was introduced on the Swedish market and was an instant success.