Brauð eða kex?

Efni til brauðgerðar var af skornum skammti á Íslandi lengst af og brauðgerð því lítil nema til hátíðarbrigða. Erlendis var brauðmeti mikilvægur hluti matar hjá almenningi og uppreisnir algengar ef verð á brauði hækkaði eða skortur var á brauði. Fræg er sagan af frönsku drottningunni Marie Antoinette sem sögð er hafa brugðist við fréttum af óánægju almúgans af brauðskorti með því að segja að hann gæti þá bara að étið kökur. Sú saga er víst ósönn og til marks um að falskar fréttir voru ekki fundnar upp fyrir fjórum árum. En kannski hefði íslensk drottning ráðlagt íslenskum almúga að bregðast við brauðskorti með því að gæða sér á kexi? Íslensk brauðhefð er jú líkari kexi en hefðbundnu brauði og í ofanálag kallað kaka.

Laufabrauðsgerð á sér langa hefð á Norðurlandi og hefur færst í vöxt síðustu árin um land allt. Í laufabrauðshefðinni birtist bæði hveitiskortur og nægjusemin sem einkenndi líf landsmanna fyrr á tíð. Þá geymast kökurnar vel og lengi. Kökurnar eru næfurþunnar og stundum talað um að hægt sé að lesa í gegnum þær.

Ekki er vitað hvenær laufabrauð kom til sögunnar. Elsta heimildin er í orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavík frá fyrri hluta 18. aldar og í fyrstu matreiðslubókinni sem út kom á íslensku Einfalt matreiðslu vasakver fyrir heldri manna húsfreyjur frá 1800.

Icelandic Chistmas bread

This time of year, families gather to make traditional Leaf bread. Although it looks and tastes more like a biscuit, very thin and deep fried. It is usually eaten with smoked lamb. The dough is either homemade or bought prepared in stores. Today and perhaps in the past the main task is to get together and decorate them by cutting patterns by knifes tip or using a special tool.

The bread are traditionally very thin - a good way to tell if the dough is thin enough is to check if you can read through it. The reason why it is so thin and why breadmaking was uncommon in Iceland is the lack of wheat.