Kristín Heimisdóttir & Sigurður J. Jónsson - Jonni, flytja dagskrá í tali og tónum um Kristján frá Djúpalæk í Davíðshúsi.
Kristján frá Djúpalæk einkar snjallt ljóðskáld sem orti fjölda þekktra ljóða og dægurlagatexta, t.d Sjómannavalsinn (Það gefur á bátinn við Grænland). Hann var einnig mikilvirkur þýðandi og á ekki lítinn þátt í vinsældum leikrita Torbjörns Egners á Íslandi sem þýðandi Dýranna í Hálsaskógi og Kardimommubæjarins nú eða Galdrakarlsins í Oz. Kristján samdi einnig ævintýrið og ljóðin um Pílu pínu sem Ragga Gísla og Heiðdís Norðfjörð sömdu undurfögur lög við.
Í þessari dagskrá fá minna þekkt kvæði að njóta sín og öðlast líf í nýjum lögum Kristínar og Jonna. Leitast verður við að fanga tíðarandann sem ríkti við gerð kvæðanna og öll áhersla lögð á notalegheit, samveru og nánd. Á milli laga flytja þau fróðleik um ljóðin og skáldið Kristján frá Djúpalæk.
Dagskráin er framhald vel heppnaðra tónleika sem Kristín og Jonni fluttu á eyðibýlinu Bjarmalandi, í landi Djúpalækjar, í ágúst 2023.
Dagskráin verður flutt tvisvar í Davíðshúsi kl. 14 og 17.
Athugið takmarkað sætaframboð – bókun tryggir miða – minjasafnid@minjasafnid.is
Viðburðurinn er styrktur af uppbyggingarsjóði SSNE.
Hvar: Davíðshús Bjarkarstíg 6
Hvenær: 2. mars kl. 14 og 17.
Akureyri Museum, Nonni's house, Industrial Museum, Akureyri Toy Museum: Daily 11-17
Laufás Heritage Site: Daily 11-17 /Winter closed
Davíð writers museum: Summer: Thuesday to Saturday 13-17
Sundry Collection: Wednesday - Sunday 13:00-17:00 June 18 to August 17.
Open for prebooked groups all year: Booking at minjasafnid@minjasafnid.is