Feðgarnir Þórarinn og Halldór Eldjárn flytja dagskrá í Minjasafninu á Akureyri þar sem þeir tvinna saman ljóð Þórarins og tónlist Halldórs. Fyrir ári síðan yfirfylltu þeir Davíðshús og féllust á að endurtaka herlegheitin á rýmri stað.
Þórarin Eldjárn þarf vart að kynna enda ljóðlist hans „orðin íslensk klassík“ eins og Sjón kemst að orði í kynningu á bókinni 100 kvæði, sem nýverið kom út í tilefni af 50 ára höfundarafmæli Þórarins.
Halldór Eldjárn er tónlistarmaður og forritari. Í sköpun sinni spinnur hann vef úr þessum tveimur þráðum svo úr verður stór hljóðheimur. Halldór hefur komið víða við unnið með ýmsum listamönnum s.s. Ólafi Arnalds, GDRN og Björk. Hann stofnaði hljómsveitina Sykur ásamt félögum sínum árið 2008 sem gefið hefur út þrjár hljómplötur. Fyrsta sólóplata hans kom út árið 2019 og ber nafnið Poco Appollo.
Hvar: Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58 Akureyri
Hvenær: fimmtudaginn 31. júlí kl. 20
Aðgangseyrir aðeins 1500 kr. – ókeypis fyrir handhafa safnapassa Minjasafnsins á Akureyri
Bækur Þórarins verða til sölu á afar hagstæðu verði.
Akureyri Museum, Nonni's house, Industrial Museum, Akureyri Toy Museum: Daily 11-17
Laufás Heritage Site: Daily 11-17 /Winter closed
Davíð writers museum: Summer: Thuesday to Saturday 13-17
Sundry Collection: Wednesday - Sunday 13:00-17:00 June 18 to August 17.
Open for prebooked groups all year: Booking at minjasafnid@minjasafnid.is