Tónlistarvinirnir Egill og Eik hafa samið og flutt tónlist saman um ára raðir þrátt fyrir ungan aldur. Í lok júlí kemur út fyrsta plata þeirra, Lygasögur, sem er 10 laga plata með frumsömdu efni og textum sem eru allir á íslensku. Á tónleikunum flytja þau frumsamið efni í bland við þekktar dægurflugur.
Tónleikarnir eru hluti sýningarinnar Tónlistarbærinn Akureyri og hefjast kl. 20, sýningar safnsins verða opnar frá kl. 19.
Aðgangur 500 kr - Safnakortið gildir.
Viðburðurinn er styrktur af SSNE