Sumarið er tíminn til að leika sér. Hvað er þá betra en að búa sér til sitt eigið leikfang!
Listakonurnar Jonna og Brynhildur leiða leikfangasmiðju fyrir 6 til 13 ára á Minjasafninu á Akureyri þar sem hver og einn býr til leikfang úr endurnýtanlegu efni. Kannski endar það á leikfangasafninu eftir 50 ár?
Eftir smiðjuna heimsækjum við leikfangahúsið og skoðum leikföng frá ýmsum tímum m.a. frá Leikfangagerð Akureyrar og Leifsleikföngum.
Hvar: Minjasafnið á Akureyri
Hvenær: Laugardaginn 22. apríl – kl. 13-15
Athugið takmarkaður fjöldi. Ekkert þátttökugjald.
Skráning á minjasafnid@minjasafnid.is með upplýsingum um:
1. nafn þátttakenda og aldur
2. nafn foreldra eða forráðarmanns og símanúmer
Viðburðurinn er hluti Barnamenningarhátíðar á Akureyri og er styrktur af Akureyrarbæ.
Akureyri Museum & Nonni's house: Summer: 1. June - 30. September - Daily 11-17 / Winter: 1. October - 31. May - Daily 13-16
Akureyri Toy Museum: Summer: 1. June - 1. September - Daily kl. 11-17
Laufás: Summner: 1. June - 30. August - Daily 11-17 / Winter: 1. September - 1. October - Daily 13-17
Lokað/Closed 24-26, 31. December and 1. January.
Open for groups all year.