Tónatrítl er hugljúf tónlistarstund ætluð börnum á aldrinum 0-3 ára og foreldrum þeirra. Um er að ræða 40 mínútna samverustund í söng, hreyfingu og dansi sem söngkonan og tónlistarkennarinn Ösp Eldjárn leiðir. Notast verður við íslenskar þulur og barnagælur sem og frumsamin lög og texta í bland við erlend, sem Ösp hefur þýtt og heimfært á íslenska vísu.
Tónatrítl verður í sýningarsal Minjasafnsins á Akureyri þar sem fjallað er um tónlist á Akureyri. Hver veit nema að í tríll hópnum leynist stjarna framtíðar?
Velkomin á mánudagsmorgnum:
18. júlí kl. 9:30
25. júlí kl. 9:30
8. ágúst kl. 9:30
15. ágúst kl. 9:30
Ekkert þátttökugjald - Skráning í tölvupósti á osp@ospmusic.is
Verkefnið er stutt af Barnamenningarsjóði.
Akureyri Museum, Nonni's house, Industrial Museum, Akureyri Toy Museum: Daily 11-17
Laufás Heritage Site: Daily 11-17 /Winter closed
Davíð writers museum: Summer: Thuesday to Saturday 13-17
Sundry Collection: Wednesday - Sunday 13:00-17:00 June 18 to August 17.
Open for prebooked groups all year: Booking at minjasafnid@minjasafnid.is