Minjasafniđ á Akureyri - Akureyri Museum

Minjasafnið á Akureyri, Akureyri Museum, Historicla Museum, Akureyri History, Exhibitions Akureyri, Menning á Akureyri

Flýtilyklar

Nýjustu fréttir

 • Fyrirlestur í Ketilhúsinu 27. október kl. 17

  Vinna kvenna í 800 ár – vefnaður frá landnámi til miðalda.

   

  michele_h._smith_400

   

  Vefnaður var mikilvægur fyrir efnahag Íslands allt frá landnámi en ekki síður fyrir íslenskra konur. Ritaðar heimildir frá miðöldum og síðmiðöldum greina frá vefnaði og framleiðslu hans en hinar ríkulegu heimildir íslenskra fornleifa eru minna þekktar. Þær varpa hins vegar óvæntu ljósi á ríkulegan arf af vinnu kvenna. Elstu efnisbútarnir frá landnámstíma sýna að íslenskar vefnaðarhefðir tvinna saman aðferðir frá Noregi og Bretlandseyjum. Hvað getur Bláklædda konan, landnámskonan sem fannst árið 1938 í gröf á Austurlandi, sagt okkur?  Hvernig endurspeglast breytingar á loftslagi og viðskiptaháttum í vefnaði? Var framleiðslan fjölbreyttari fyrr á öldum? Hvernig var vefnaður mikilvægur fyrir stöðu kvenna?

  Úr þessum efniviði hefur fornleifa- og textílfræðingurinn Michéle Hayeur Smith frá Brown háskóla í Bandaríkjunum unnið viðamiklar rannsóknir undanfarin sex ár á íslenskum vefnaði.  

  Viðburðurinn er haldinn af Minjasafninu á Akureyri í samvinnu við Norðurslóðanet Íslands og Listasafnið á Akureyri.

  Fyrirlesturinn verður í  Ketilhúsinu 27. október kl. 17 og fer fram á ensku, en er myndrænn og aðgengilegur.

  Aðgangur ókeypis.


 • syningar2016_okt_400

 • Sýningar dögum fćkkar óđum

   

  skautbuningur_ljosm_sigurdur_thorgeirsson_400

   

  Nú hver hver að verða síðastur að sjá hina umtöluðu sýningu Ertu tilbúin frú forseti? Opið daglega frá 13-16.

  Our exhibitions are open daily from 13-16. 
  On display: Are you ready Madam President? - Akureyri the town by the bay. - Land Ahoy! Schulte Collection of Antique Maps of Iceland 1547-1808.


 • Fágćtur silfurpeningur

   

  hermann_jonsson_img_4939_400

   

  Á dögunum færði Hermann Jónsson okkur fágætan silfurpening sem líklega er frá 1065-1080. Slíkir fundir eru afar sjaldgjæfir. Á framhlið peningsins er andlit en á bakhliðinni krossmark. Myndin er líklega Ólafur kyrri, sonur Haraldar harðráða. Peningurinn hefur verið notaður sem hálsmen.
  Hermann fann peninginn sem strákur á Mýlaugsstöðum í Aðaldal þegar hann var að leika sér með bíla í moldinni. Nýlegur fornleifafundur í Skaftárhreppi ýtti við honum að koma gripnum til varðveislu.
  Peningnum hefur verið komið til Minjastofnunar Íslands en Þjóðminjasafn Íslands tekur við gripnum til forvörslu og varðveislu. Hver veit nema að peningurinn endi síðar á sýningu á Minjasafninu.


 • Komdu - 100 ára skáldaafmćli Davíđs Stefánssonar frá Fagraskógi

  Í speglasal í Kaupmannahöfn 1916

  Síðastliðin tvö sumur hefur Davíðshús boðið upp á dagskrá um Davíð og verk hans á fimmtudögum.   Nú líður að hausti og á fimmtudaginn, 25. ágúst kl.16, verður lokadagskrá sumarsins í umsjón Valgerðar H. Bjarnadóttur.

  Dagskráin ber yfirskriftina KOMDU og þar verður þess minnst að 100 ár eru nú liðin frá því að fyrstu ljóð Davíðs Stefánssonar birtust á prenti. Það var í tímaritinu Eimreiðinni, sem gefin var út í Kaupmannahöfn. Ljóðin sem þar birtust voru Komdu, Brúðarskórnir, Allar vildu meyjarnar, Léttúðin og Hrafnamóðirin.  Fyrsta ljóðið, Komdu, lék þar örlagahlutverk. Það var fyrst flutt í góðra vina hópi í Kaupmannahöfn á 21 árs afmæli Davíðs 21. janúar 1916 og snerti svo sterkt hjartastreng eins áheyrandans að hann ákvað að þetta skáld skyldi hann styðja í að koma verkum sínum á framfæri. Og hann gerði það.

  Sá maður var Sigurður Nordal.  Á fimmtudaginn fer Valgerður H. Bjarnadóttir, húsfreyja í Davíðshúsi yfir þessa sögu, fyrstu ljóðin, stiklar á stóru um aðdragandann að þessum áfanga, og svo fylgir hún skáldinu skref fyrir skref í átt að fyrstu bókinni, Svörtum fjöðrum, sem kom út þrem árum síðar.

  Verið velkomin í Davíðshús að fagna með okkur!


Opnunartími/Opening hours

Minjasafnið á Akureyri - Akureyri Museum 

Sumar - Summer 
1. júní - 16. sept.

Alla daga / Daily kl. 10-17

Vetur - Winter 
17.sept-31.maí

Alla daga / Daily kl. 13-16

Gamli bærinn Laufás - Old Turfhouse Laufás

Sumar:1.júní -12.september:
Alla daga 9-17

Summer:
June 1.-September 12.  

Daily 9-17

Vetur/Winter - Lokað/Closed
Opið fyrir hópa/Open for groups

Sími/Tel: 895-3172
E-mail: laufas@minjasafnid.is 

Nonnahús - Nonni's House

Daglega 10-17
frá 1.júní - 31.ágúst

 
Daily 10-17
from June 1. - 31. August

Davíðshús - Sigurhæðir
Davíðs Stefánsson Memorial Museum
& Matthías Jochumsson Memorial Foundation

Opið virka daga 13-17
frá 1.júní - 31.ágúst


Open Weekdays 13-17
from June 1. - 31. August


sími/Tel: 462-4162 

Aðgangseyrir/Admission Fee

18+ 1200 kr.

20% Hópafsláttur/Group discount

Séropnun utan opnunartíma/Special opening: 15.000 kr + aðgangseyrir/admission fee

                         

Skrifstofa Minjasafnsins
The Museum office
Opið/Open: 
Virka daga/Weekdays 8-16. 

Sími/Tel: 462 4162 & 847 4235
Sími/Tel: Laufás 463-3196 & 895-3172
Sími/Tel: Davíðshús 462 4162 / 571-1830
Sími/Tel: Nonnahús 462-3555 / 462 4162

minjasafnid@minjasafnid.is

Tekið á móti skólahópum alla virka daga.
Bókanir hjá ragna@minjasafnid.is

  Minjasafnið á götukorti - FIND US ON A MAP

Vidurkennt safn
...

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf

Framsetning efnis

English