Dagskrá stjórnarfundar fimmtud. 15. febr. kl. 18
í Minjasafninu Aðalstræti 58 Akureyri.

 
  1. Bráðabirgðauppgjör ársins 2006.
  2. Endurskoðuð starfsáætlun 2007.
  3. Þjónustusamningur við Iðnaðarsafnið. 
  4. Samkomulag um samvinnu vegna uppbyggingar á Gásum, dags. 18. des. 2006, upprifjun
  5. Erindisbréf fyrir Gásanefnd fyrir árið 2007, til kynningar.
  6. Staða mála í Syðstabæjarhúsinu og Holti í Hrísey
  7. Erindi vegna umsóknar um breytingu á deiliskipulagi á Krókeyri, dags. 7/2 07.
  8. Önnur mál.

 

Mætt voru Kristján Ólafsson, Ragnheiður Jakobsdóttir, Baldvin Sigurðsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Margrét S. Jóhannsdóttir og  Guðrún María Kristinsdóttir safnstjóri þá mætti á fundinn Valtýr Sigurbjarnarson framkvæmdastjóri Héraðsnefndar Eyjafjarðar.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna, sérstaklega Valtý, þá lýsti formaður eftir athugasemdum við fyrri fundargerð frá 10. janúar 2007, engar athugasemdir komu.

 

Gjörðir fundarins voru:

 
  1. Guðrún og Valtýr skýrðu og kynntu bráðabirgðauppgjör ársins 2006. Greiðslufjárstaða um áramót er jákvæð um ca. 3 milljónir og einnig er eiginfjárstað jákvæð.
  2. Endurskoðuð starfsáætlun fyrir árið 2007 lögð fram, er þar margt með svipuðu sniði og fyrri ár. Í safninu eru stöðugildi 6 og sumarstarfsfólk að auki, áætlað er að sumaropnun verði frá 2. júní til 31. ágúst, áður var opið til 15. september en erfitt er að fá sumarafleysingafólk eftir 1. september. Á öðrum tíma er opið á laugardögum milli kl. 14:00 og 16:00 og einnig eftir samkomulagi. Sýningar eru helstar, ljósmyndasýning  10. febrúar til 28 apríl sýning um Gásakaupstað og miðaldir í Eyjafirði 2. júní til 30. nóvember, jólagluggi í miðbænum í desember, sýning um altarisdúka á kirkjulistaviku, þátttaka í minningarstofu á Hrauni í Öxnadal. Önnur miðlun, ný heimasíða verður opnuð 20. febrúar, sögugöngur, sýningar á vinnubrögðum, viðburðir tengdir fornleifasýningunni, samstarf við Laufáshópinn og stoðvinafélagið, siglingar með Húna, dagskrá um Kjarnakonur í innbænum og etv fleira. Safnkennsla verður með svipuðu sniði einnig söfnun og skráning muna. Um rannsóknir er helst úrvinnsla rannsóknargagna frá Gásum en stefnt er að útgáfu bókar á árinu 2009, þá er áframhaldandi húsakönnun á Akureyri. Þá er í undirbúningi samstarf safna í Eyjafirði, stefnumótun fyrir söfn í Innbænum sem er eitt safnasvæði og fl.
  3. Þjónustusamningur við Iðnaðarsafnið sem er í gildi til 1.júní lagður fram. Guðrún sagði frá samstarfi Minjasafnsins og Iðnaðarsafnsins gestafjöldi Iðnaðarsafnsins jókst um 47% á árinu 2006.
  4. Samkomulag um samvinnu vegna uppbyggingar á Gásum dags. 18. desember 2006 lagt fram.
  5. Erindisbréf fyrir Gásanefnd fyrir árið 2007 lagt fram til kynningar.
  6. Staða mála í Syðstabæjarhúsinu og Holti í Hrísey rædd, allt er í óvissu um framgang mála þar. Stjórnin samþykkir að að skrifa Menningarmálanefnd Akureyrar um málefni húsanna og uppsetningu á sýningum í Syðstabæjarhúsinu.
  7. Minjasafninu barst bréf dagsett 7. febrúar 2007 um breytingar á deiliskipulagi á Krókeyri, samþykkt að gera athugasemdir vegna þess. Eftir þennan lið vék Valtýr af fundi.
  8. Önnur mál: 
    1. Lögð fram grendarkynning vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Aðalstræti 62 og 64 sem er nýr byggingarreitur (og breytt heiti lóðar.) Ákveðið að gera athugasemdir þar sem ekki liggur fyrir heildar samræming svæðisins og safnamála í innbænum.
    2. Ákveðið að fresta Góugleði sem halda á í Laufási til 2. mars nk.  
    3. Þá fór fram leikþáttur í boði Baldvins Sigurðssonar “Um borð í varðskipi”  við mikinn fögnuð viðstaddra.
 

Fleira ekki fyrirtekið, fundargerðin skrifuð eftir minnisblaði, fundi slitið kl. 19:40

  

                                                           Margrét S. Jóhannsdóttir

                                                                    -fundarritari-