Hvað eru Gásir?
Á Gásum koma saman merkilegar menningarminjar og náttúrufar.
Gásir eru við Hörgárósa í Eyjafirði, 11 km norðan við Akureyri.
Hvergi á Íslandi eru varðveittar jafnmiklar mannvistarleifar frá verslunarstað frá miðöldum. Gásir voru helsti verslunarstaður á Norðurlandi á miðöldum og er staðarins víða getið í fornritum frá 13. og 14. öld.
Gásasvæðið er á náttúruminjaskrá og hefur alþjóðlegt náttúruverndargildi vegna fulglalífsins auk þess sem þar eru plöntur á válista. Auk þess það skartar ein af fáum leirum í Eyjafirði.
Miðaldadagar eru þriðju helgina í júlí. 20. - 22. júlí árið 2018.
Frá fornleifum til ferðamannastaðar
Gásakaupstaður ses stendur að uppbyggingu á Gásum með það að markmiði að búa til áfangastað sem byggir á sögulegum grunni.