Leikskóli - Grunnskóli - Framhaldsskóli

Minjasafnið á Akureyri og Gamli bærinn í Laufási bjóða nemendur og kennara á öllum skólastigum velkomna. Við tökum mið af námsskrá hvers skólastigs og hvernig efni sýninga fellur að náminu.
Heimsóknir taka yfirleitt um 60 mínútur frá komu til brottfarar.

 

Fræðsluleiðir Minjasafnsins á Akureyri:

    • heimsókn á valda hluta af sýningum Minjasafnsins

    • heimsókn og fræðsla í Davíðshúsi

    • heimsókn og fræðsla í Nonnahúsi

    • útlán á fræðslukistum (Nonnakista - ullarvinnsla)                                                                       
    •  jóladagskrá

 

Skólahópar greiða ekkert fyrir heimsókn

 

leiksk1_400laufas1_400_01 

Tímapantanir:

Minjasafnið á Akureyri alla virka daga frá 8-16
Safnfræðslufulltrúi eru Þórgunnur Þórsdóttir og Christina Finke  sími 462 4162
Tölvupóstur: thorgunnur@minjasafnid.is eða christina@minjasafnid.is