Medival days Gásir 

Á Miðaldadögum gefst tækifæri til að upplifa fortíðina og verslunarstaðinn á blómatíma hans, hitta Gásverja, kynnast handverki og daglegum störfum jafnvel fá að prófa eitt og annað. Boðið er upp á leiðsagnir um fornleifasvæðið og tilgátusvæðið, sögulega stundir með Vandræðaskáldum. Það er einstök stemning í fjörunni við Gásir þar sem tilgátubúðirnar eru. Það slær hins vegar reglulega í brýnu milli bardagamanna Rimmugígs og Gásverjar bregða á með leik og söng. Gapastokkurinn verður óspart nýttur fyrir glæpamanninn og gefst gestum tækifæri til að grýta hann með eggjum. Þó ekki fúlum þó hann verði fúll. Vonandi verður hann ekki fyrir Gása-lækninum sem helst vill aflima alla, nema að seiðkonan hafi aðvarað fólk.

Auk viðburðanna verða fjölmargir handverksmenn að störfum og tónlistarfólk glæðir svæðið lífi í takt við leikþætti og taktfastan slátt eldsmiða. Steinsmiður mætir á Gásir í fyrsta sinn sem mótar kléberg að fyrirmynd jarðfundinna gripa. Annálaritari Gása hanterar skinn og saman búa gestir og Gásverjar til nýjan kafla í annál þessarar skemmtilegu fortíðarhátíðar.

Verkefnastjóri er Tinna Stefánsdóttir - tinnastef@gmailcom

 Aðgangsnistið gildir alla helgina:

Fullorðnir: 1600 kr - 15 ára og yngri: 800 kr - Börn minni en miðaldasverð: Frítt

Fjölskyldumiði: 5000 kr (2 fullorðnir og 3 eða fleiri börn)

Dagskrá 2019

 

Myndir frá Miðaldadögum á Gásum 2019

Myndir frá Miðaldadögum á Gásum 2018

Myndir frá Miðaldadögum á Gásum 2017

Myndir frá Miðaldadögum á Gásum 2016