Stjórn Minjasafnsins á Akureyri

stjórnarfundur 30. janúar 2008 kl. 18

Dagskrá.  
  1. Bráðabirgðaniðurstaða ársins 2007, fjárhagsstaða, gestatölur
  2. Breytingar á stofnskrá sbr. tillögu Valtýs Sigurbjarnarsonar
  3. Undirbúningur fyrir fundi með sveitarstjórnum um málefni Minjasafnsins
  4. Önnur mál.

Mætt voru undirrituð.

 

Gjörðir fundarins voru:

 
  1. Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Bráðabirgðaniðurstaða ársins 2007, fjárhagsstaða, gestatölur. Safnstjóri kynnti bráðabirgðatölur ársins 2007. Heildargestafjöldi Minjasafnsins var 31.728 og þar af í Laufási 17.040.
  2. Breytingar á stofnskrá sbr. tillögu Valtýs Sigurbjarnarsonar. Stjórnin samþykkir að fá Valtý Sigurbjarnarson til að vinna áætlun að rekstri Minjasafnsins.
    Umræður voru um rekstur Nonnahúss.
  3. Undirbúningur fyrir fund með sveitarstjórnum um málefni Minjasafnsins. Frestað.
  4. Önnur mál:
    1. Bréf frá Gásakaupstað ses dagsett 30.01.2008 þar sem farið er fram á að gerður verði samningur milli Gásakaupstaðar ses og Minjasafnsins um skrifstofuaðstöðu og bókhaldsþjónustu. Safnstjóra falið að ganga frá samningnum.
    2. Safnstjóri skýrði frá því að hún hefði að beiðni aðila við Flugsafnið á Akureyri aðstoðað þá við safnið.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið.

 

Margrét S. Jóhannsdóttir fundarritari

Kristján Ólafsson

Ragnheiður Jakobsdóttir

Baldvin Sigurðsson

Guðrún Kristinsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir.