Stjórn Minjasafnsins á Akureyri kom saman til fundar í Aðalstræti 58 þann 5. apríl 2006.

 

Þetta gerðist:

  1. Guðrún kynnti samning við Benedikt Sveinsson í Ártúnum. Stjórnarmönnum leist vel á samninginn og mæltu með að málið yrði unnið áfram, þannig að viðbygging í Laufási yrði tilbúin til notkunar í júní.
  2. Guðrún kynnti einnig reikning minjasafnsins fyrir árið 2005. Þar kemur fram að undir liðnum óráðstafað eigið fé (eru) samtals rúmar 18 milljónir. Það mun að mestu nýtast í ár til viðbyggingar í Laufási og málunar á húseignum Minjasafnsins. Hagnaður ársins eru rúmar 3 milljónir króna. Samkvæmt reikningum er rúmlega 1 milljónar halli á rekstri Laufáss. Tekjur Gásaverkefnisins voru 850 þúsund umfram útgjöld. 
  3. Guðrún greindi frá því hver staða Gásaverkefnisins væri og einnig áætlunum um Iðnaðarsafnið. Safnakennari hefur nú einnig kennt á Dalvík. Haldið verður upp á aldarminningu Jónasar frá Hrafnagili í sumar. Brúðkaupssýning hefst 2. júní.
 

Fundi slitið, Bjarni E. Guðleifsson, Valgerður Jónsdóttir, Helgi Vilberg.

Guðrún Kristinsdóttir safnstjóri.