Fundur í stjórn Minjasafnsins á Akureyri haldinn miðvikudaginn 10. janúar 2007 í Minjasafninu Aðalstræti 58. Gjörðir fundarins voru: Formaður setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna. 
  1. Lögð var fram fréttatilkynning frá Minjasafninu á Akureyri með tölum um fjölda gesta á árinu 2006. Gestir Minjasafnsins voru 33.610 og gestir Iðnaðarsafnsins á Akureyri voru 5.785  eða samtals 39.395 sem er fjölgun um 10.393 gesti frá árinu 2005. Hér er átt við gesti á sýningar og viðburði á vegum Minjasafnsins í Aðalstræti 58, gamla bænum og gamla prestshúsinu í Laufási og á miðaldakaupstaðnum á Gásum í Hörgárbyggð. Einnig gesti Iðnaðarsafnsins á Akureyri en Minjasafnið hefur umsjón með því safni samkvæmt þjónustusamningi. Flestir gestir komu í Laufás alls 18.766 meirihluti útlendir ferðamenn. Stærsti gestahópur Minjasafnsins voru nemendur á öllum skólastigum, 3.933.
  2. Lögð var fram stafsáætlun fyrir árið 2007, einnig minnisblað um fjárhag safnsins í janúar 2007, með fyrirvara um að eftir er að færa tekjur og gjöld nóvember og desember, þar með talin laun.
  3. Lagt var fram samkomulag milli Hörgárbyggðar, Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri um samvinnu við þróun og uppbyggingu ferðamannastaðar á Gásum í Eyjafirði og það samþykkt.
  4. Lögð fram tillaga hóps um framtíðarfyrirkomulag starfsemi í Syðstabæjarhúsinu og Holti í Hrísey, málinu frestað.
  5. Annað
    1. Guðrún Kristinsdóttir tilnefnd til setu í Gásanefnd frá Minjasafninu
    2. Þorrablót safnafólks verður í Laufási 23. febrúar nk.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerðin skrifuð eftir minnisblaði, fundi slitið kl. 19:35                                                                       Margrét S. Jóhannsdóttir                                                                            -fundarritari- Fundinn sátu:Kristján Ólafsson, Baldvin Sigurðsson, Ragnheiður Jakobsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir Guðrún Kristinsdóttir safnvörður og Margrét S. Jóhannsdóttir