Dagskrá stjórnarfundar 16. janúar 2008

  
  1. Erindi frá Akureyrarstofu um Nonnahús, dagsett 10. desember 2007
  2. Samvinna sveitarfélaga í Eyjafirði um rekstur Minjasafnsins á Akureyri. sbr. umræður á stjórnarfundi 4. október 2007
  3. Starfsáætlun Minjasafnsins 2008
  4. Fjögurra ára áætlun Minjasafnsins 2007-2010
  5. Aðalfundur, breytingar á stofnskrá
  6. Önnur mál.

Stjórnarfundur í Minjasafninu á Akureyri 16. janúar 2008
í Minjasafninu Aðalstræti 58
kl. 18.

Mætt voru:
Kristján, Guðrún Kr., Baldvin, Ragnheiður, Margrét og Guðrún María safnstjóri.

 

Gjörðir fundarins voru:

  1. Erindi frá Akureyrarstofu um Nonnahús dagsett 10. des. 2007. Zontaklúbbur Akureyrar gefur Fasteignum Akureyrar Nonnahús. Akureyrarbær fer fram á að Minjasafnið annist rekstur hússins. Samþykkt að fara í viðræður við Akureyrarstofu, einnig samþykkt að fara í viðræður við Fasteignir Akureyrar um rekstur fasteignarinnar.
  2. Samvinna sveitarfélaga í Eyjafirði um rekstur Minjasafnsins á Akureyri, sbr. umræður á stjórnarfundi 3. október 2007. Safnstjóra falið að gera greinargerð um málið til kynningar í sveitarfélögunum.
  3. Starfsáætlun Minjasafnsins 2008.

Verið er að undirbúa ljósmyndasýningu sem opna á 2. febrúar nk., til 2. maí.

Vetraríþróttasýning og/eða ljósmyndasýning á Ráðhústorgi 14-31. mars.

Sumarsýning í Kirkjuhvoli, Matur-myndir og munir, 311. maí til 18. október.

Í Laufási ljósmyndasýning og sýning á gripum sem fundust við fornleifauppgröft

þar 1999.

Breytingar í Nonnahúsi fyrir sumarið.

Sýning um Kirkjuhvol, Gunnhildi og Baldvin Ryel og sögu Minjasafnsins dagana 25. okt. út árið.

Jólagluggi Minjasafnsins í miðbænum frá 1. des.

  1. Fjögurra ára áætlun Minjasafnsins endurskoðuð.
  2. Aðalfundur, breytingar á stofnskrá. Ákveðið að fá Valtý Sigurbjarnarson til að yfirfara stofnskrá Minjasafnsins og gera tillögur til stjórnar.
  3. Önnur mál.

a. Lögð var fram beiðni um þáttöku í ritinu Ísland 2010, atvinnulíf og menning.

Beiðninni hafnað.

b. Ákveðið að halda þorrablót Minjasafnsins í Laufási 15. febr. nk.

c. Næsti fundur ákveðinn 30. jan. 2008.

 

            Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið, fundargerð samþykkt.

 

Margrét Jóhannsdóttir fundarritari.