Stjórnarfundur í Minjasafninu miðvikudaginn 20. febrúar kl. 18.

  

Dagskrá

 
  1. Drög að nýrri stofnskrá, Valtýr Sigurbjarnarson mætir undir þennan lið.
  2. Undirbúningur fyrir aðalfund.
  3. Ný starfslýsing fyrir fjármálastjóra lögð fram til samþykktar, heimild til að auglýsa eftir sérfræðingi munadeildar.
  4. Drög að samningi um rekstur Nonnahúss lögð fram.
  5. Önnur mál.

Mættir voru undirritaðir. Gestur fundarins var Valtýr Sigurbjarnarson framkvæmdastjóri Héraðsnefndar Eyjafjarðar.

 

Gjörðir fundarins voru:

 
  1. Formaður setti fund og bauð fundarmenn og gest fundarins velkomna. Drög að nýrri stofnskrá, ákveðið að fá Valtý Sigurbjarnarson til að endurskoða stofnskrá Minjasafnsins og gera drög að þjónustusamningi við sveitarfélögin.
  2. Undirbúningur fyrir aðalfund. Aðalfundur ákveðinn 17. apríl nk. kl. 20.
  3. Drög að samningi um Nonnahús, lagður fram til kynningar.
  4. Ný starfslýsing fyrir fjármálastjóra lögð fram til kynningar.
 

Fleira ekki fyrir tekið, fundargerðin lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.40.

 

Margrét S. Jóhannsdóttir fundarritari

Kristján Ólafsson

Jón Erlendsson

Ragnheiður Jakobsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristinsdóttir safnstjóri.