Stjórn Minjasafnsins á Akureyri kom saman til fundar í Aðalstræti 58 þriðjudaginn 25. apríl 2006. Þetta gerðist:

 
  1. Guðrún greindi frá því að altarisdúkasýningin mæltist vel fyrir. Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur við góðan róm og kom mikill mannfjöldi. Þótti þessi hátíð hafa tekist einstaklega vel.
 
  1. Nú er yfirstandandi fundur Byggingarnefndar þar sem málefni Laufáss verða til umræðu. Spurst hefur út að viðbyggingin verði ekki samþykkt. Málið verður rætt þegar endanleg niðurstaða er ljós.
 
  1. Guðrún kynnti reikning ársins 2005 og er hagnaður ársins rúmar 3. milljónir og eignir rúmar 74 milljónir. Farið var yfir suma liði reikningsins. Halli á rekstri Laufáss er rúm 1 milljón.
 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

Bjarni E. Guðleifsson, Kristján Ólafsson, Helgi Vilberg. Guðrún Kristinsdóttir safnstjóri.