FUNDIR.

Eftir aðalfund skipti nýkjörin stjórn með sér verkum, Hallgrímur Gíslason formaður, Halla Kristmunda Sigurðardóttir ritari og Björg Guðjónsdóttir gjaldkeri.

Á starfsárinu hafa verið haldnir 5 félagsfundir. Á fyrsta fundinum, sem haldinn var á Minjasafninu 1. september, flutti formaður stutta kynningu á viðburðum sumarsins hjá safninu og gaf örlitla innsýn í vetrarstarfið, eftir upplýsingum frá Guðrúnu M. Kristins-dóttur, forstöðumanni Minjasafnsins, sem hafði ekki tök á að sitja fundinn. Haraldur Þór Egilsson gaf okkur yfirlit yfir aðsókn að safninu sumarmánuðina 2000-2004. Þá var spjallað um verkefni starfsársins, einkum uppákomur sem Stoð félagar gætu staðið fyrir.

Fundurinn 3. nóvember var haldinn að Laugalandi. Gerður Pálsdóttir, Stoð félagi, fræddi okkur um sögu Húsmæðraskólans þar og bauð upp á glæsilegar veitingar. Guðrún M. Kristinsdóttir ræddi dagskrá um Arthur Gook, sem er samvinnuverkefni Stoðar og Minjasafnsins.

Á fundinum 5. janúar nutum við gestrisni Kristínar Aðalsteinsdóttur, sem bauð félögunum í jurtate og girnilegt meðlæti. Á fundinum var tekin ákvörðun um Stoðdaginn, en þann dag munu félagar annast einhverja dagskrá á safninu og varð 1. vetrardagur fyrir valinu. Guðrún stýrði síðan vinnu á fundinum, sem fólst í að setja saman dagskrá um Arthur Gook.

Á fundinum 9. mars fræddi Sigurður Bergsteinsson okkur um merka beina- og perlufundi á Austurlandi síðastliðið sumar.

Fimmti fundur starfsársins er svo aðalfundurinn, 4. maí. Dagskrá hans er hefðbundin. Skýrsla fráfarandi stjórnar (formanns og gjaldkera), kosin þriggja manna stjórn sem skiptir með sér verkum, ákvörðun fundardaga næsta starfsárs og önnur mál.

Formlegir stjórnarfundir hafa verið fyrir félagsfundina.
Stjórnarfundur með Guðrúnu og Ingólfi Ármannssyni var í október, þar sem við skiptum með okkur verkum vegna dagskrár um Arthur Gook. Nokkur fundahöld voru í tengslum við undirbúning þeirrar dagskrár. Þrír undirbúningsfundir voru haldnir með þeim er komu að undirbúningi fyrir sumardaginn fyrsta.
Auk þess hefur stjórnin hittst á óformlegum fundum og notað síma og tölvupóst óspart sín á milli.

ÖNNUR STARFSEMI.

Þorsteinn Þorsteinsson var leiðsögumaður í ferð um Hrísey 12. júní á vegum Minjasafnsins og Stoðar og gaf félaginu sinn hluta af afrakstrinum.

Björg Guðjóns bauð til drykkju á birkilaufatei og hljóðfæraspil 7. ágúst. Hallgrímur fræddi um kaffi- og tedrykkju á öldum áður.

Á draugavökunni í ágúst vældi Hallgrímur sem útburður uppi í Skammagili og rak upp nokkur sársaukaöskur í Gamla spítalanum. Björg lék niðursetninginn Soffíu frá Grísará, sem hlotnaðist sá heiður að fá fyrst allra greftrun í Akureyrarkirkjugarði og mjálmaði sem köttur við tré.
 
Björg, Halla, Ingólfur og Hallgrímur ásamt Guðrúnu tóku þátt í undirbúningi og framkvæmd dagskrár um Arthur Gook, sem hófst með sýningu á Amtsbókasafninu þriðjudaginn 22. febrúar og stóð hún til 10. mars. Munir á sýninguna voru fengnir að láni hjá Minjasafninu, Amtsbókasafninu, Héraðsskjalasafninu og hjá Jóni Hilmari og Sóleyju á Sjónarhæð. Samhliða sýningunni var sýning á myndum Arthurs Gook. Dagskráin sjálf fór fram á Amtinu laugardaginn 26. febrúar. Þar fluttu fimmmenning-arnir erindi og spiluð var upptaka frá Ríkisútvarpinu með rödd Arthurs Gook. Dagskráin endaði með því að Árni Hilmarsson kom með nokkur börn úr barnastarfinu á Sjónarhæð sem verið höfðu á Ástjörn og sungu þau Ástjarnarsönginn. Dagskráin var vel sótt og munu gestir hafa verið um eða yfir 70.
2 þættir af Sagnaslóð í Ríkisútvarpinu verða helgaðir Arthuri Gook nú í maí í formi viðtala og upplesturs þeirra sem fluttu erindi á Amtinu. Þá er áætlað að fyrirlestrarnir verði birtir á heimasíðu Minjasafnsins og í tímaritinu Súlum.
Starfsfólki Minjasafnsins eru hér með færðar þakkir fyrir ómetanlega aðstoð við undir-búning og framkvæmd dagskrárinnar, en Guðrún tók fullan þátt á starfinu með okkur. Hörður Geirsson hafði upp á myndum, skannaði þær inn í tölvu, kom upp sýningu á þeim á Amtsbókasafninu og hélt kynningu á þeim þar 3. mars. Haraldur Þór Egilsson aðstoðaði við kynningamál. 

Björg og Hallgrímur mættu á aðalfund Minjasafnsins 12. apríl og flutti sá síðarnefndi örstutta kynningu á aðdraganda verkefnisins um Arthur Gook og á honum sjálfum.

Fyrir sumardaginn fyrsta útbjuggu Halla og Gústaf Njálsson, maður hennar,   auglýsingaborða, sem settur var upp við Minjasafnið. Björg og Hallgrímur settu upp bú “Þrasastaði” sunnan við Nonnahús með skeljum, leggjum, hornum, kjálkum og steinum, útbúið var hænuhreiður en eggin hurfu næsta dag. Þau aðstoðuðu Höllu og Ólöfu Jónasdóttur við lummubakstur og framreiðslu og stjórnuðu leikjum ásamt starfsfólki Minjasafnsins. Hallgrímur annaðist fræðslu um daginn. Við þetta tækifæri voru veitt verðlaun í Norðurljósagetraun, sem efnt var til í tengslum við Gook dagskrána. Vinningshafar voru þau Magnús Hilmarsson og Romana Mendová, sem mynduðu 252 rétt orð úr nafninu Norðurljósið.


Félögum hefur fækkað nokkuð og eru nú einungis 11 félagar skráðir. Einn þeirra hefur verið í fríi í vetur en kemur væntanlega til liðs við okkur aftur með haustinu. Brýnt er að fá fleiri til að starfa með félaginu.

      Akureyri 1. maí 2005.
      F.h. stjórnar STOÐAR.
      Hallgrímur Gíslason.