Á sumrin koma yfir 20 þúsund innlendir og erlendir gestir í heimsókn í söfnin. Sumarstarfsfólk tekur á móti gestum safnsins og eru því afar mikilvægir starfsmenn. Meginverkefni sumarstarfsfólks er að fræða gesti um það sem er að sjá í hverju safni fyrir sig og svara fjölbreyttum spurningum.
Auk móttöku innlendra og erlendra gesta og þjónustu við þá þurfa starfsmenn að sjá um sölu á minjagripum, þrif í húsum, halda útisvæðum snyrtilegum og hafa eftirlit með safngripum og sögulegum húsum.
Sumarstarfsfólk skiptir með sér vöktum. Ferðir eru frá Minjasafninu á morgnana í Laufás. Farið er kl. 8:20 og komið aftur um 17:30
Vinnutími er frá 9-17 í Laufási en 9:45-17:15 á Minjasafninu og í Nonnahúsi.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30