Á sumrin koma yfir 20 þúsund innlendir og erlendir gestir í heimsókn í söfnin. Sumarstarfsfólk tekur á móti gestum safnsins og eru því afar mikilvægir starfsmenn. Meginverkefni sumarstarfsfólks er að fræða gesti um það sem er að sjá í hverju safni fyrir sig og svara fjölbreyttum spurningum.
Auk móttöku innlendra og erlendra gesta og þjónustu við þá þurfa starfsmenn að sjá um sölu á minjagripum, þrif í húsum, halda útisvæðum snyrtilegum og hafa eftirlit með safngripum og sögulegum húsum.
Sumarstarfsfólk skiptir með sér vöktum. Ferðir eru frá Minjasafninu á morgnana í Laufás. Farið er kl. 8:20 og komið aftur um 17:30
Vinnutími er frá 9-17 í Laufási en 9:45-17:15 á Minjasafninu og í Nonnahúsi.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús er opið alla daga kl. 13-16
Iðnaðarsafnið opið alla daga kl. 13-16
Gamli bærinn í Laufási lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30