Í tilefni af fjölskylduhátíðinni "Einni með öllu" um verslunarmannahelgina býður Minjasafnið 2 fyrir 1 af aðgangseyri fimmtudag til sunnudags og áfram frítt fyrir börnin. Endilega grípið tækifærið og kíkið í heimsókn. Skoðaðu sæskrímslin í garðinum og á sýningunni. Taktu þátt í fjársjóðsleiknum. Settu saman þitt eigið kort! Skoðaðu sýninguna með kíki eða áttavita!Taktu ljósmynd í gömlu ljósmyndastofunni og skelltu þér í öskudagsbúning.