Í tilefni afmælis Akureyrarbæjar verður ókeypis inn á Minjasafnið, Nonnahús, Leikfangasafnið og Davíðshús.
Á Minjasafninu verður boðið upp á sýningarspjall á sýningunni Tónlistarbærinn Akureyri. Haraldur Þór, safnstjóri og Skapti Hallgrímsson, blaðamaður, spjalla um sýninguna milli 12 og 15.
Í Nonnahúsi og Leikfangahúsinu er opið fyrir 6 gesti í einu.
Í Davíðshúsi verða leiðsagnir kl. 13, 14 og 15 en aðeins fyrir fjóra í einu! Hægt að taka frá pláss í gegnum facebook síðu Davíðshúss.
Spritt í boði hússins!
Sumar: 1. júní - 31. ágúst - Daglega kl. 10-17
Vetur: 1. september - 31. maí - Daglega kl. 13-16
Lokað/Closed 24-26, 31. desember og 1. janúar.