Í tilefni afmælis Akureyrarbæjar verður ókeypis inn á Minjasafnið, Nonnahús, Leikfangasafnið og Davíðshús.
Á Minjasafninu verður boðið upp á sýningarspjall á sýningunni Tónlistarbærinn Akureyri. Haraldur Þór, safnstjóri og Skapti Hallgrímsson, blaðamaður, spjalla um sýninguna milli 12 og 15.
Í Nonnahúsi og Leikfangahúsinu er opið fyrir 6 gesti í einu.
Í Davíðshúsi verða leiðsagnir kl. 13, 14 og 15 en aðeins fyrir fjóra í einu! Hægt að taka frá pláss í gegnum facebook síðu Davíðshúss.
Spritt í boði hússins!
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Iðnaðarsafnið - opið daglega kl. 13-16
Lokað aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30
Gamli bærinn í Laufási, Davíðshús, Leikfangahúsið, Smámunasafnið - lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa