Mynd Þjóðminjasafn Íslands
Mynd Þjóðminjasafn Íslands

Skáldið ástsæla Davíð Stefánsson býður til afmælisveislu að heimili sínu Bjarkarstíg 6, á afmælisdaginn laugardaginn 21. janúar.

Á laugardaginn eru 128 ár frá fæðingu skáldsins frá Fagraskógi. Af þessu tilefni blásum við til afmælisveislu í Davíðshúsi, Bjarkarstíg 6. Gestgjafar verða Vandræðaskáldin Vilhjálmur B. Bragason og Sesselía Ólafsdóttir. Þau munu leika lausum hala segja sögur, syngja og lesa ljóð eftir húsráðandann í Bjarkarstíg 6.

 

Afmælisgjafir og blóm eru vinsamlega afþökkuð en við innganginn verður tekið við frjálsum framlögum sem fara í viðburðasjóð Davíðshúss.