Ert þú á aldrinum 6-15 ára? Áttu síma eða myndavél?

Á barnamenningarhátíð í október langar Minjasafninu á Akureyri að búa til sýningu  með þínum myndum af Akureyri. Myndirnar verða settar upp jafnóðum á sýningunni Akureyri bærinn við Pollinn. Þú færð a.m.k. eina mynd á sýninguna.

Taktu eina mynd í hverjum flokki eða bara eina mynd úr því þema sem þér líst á:

1. Uppáhaldsstaðurinn minn á Akureyri

2. Hverfið mitt

3. Morgunn á Akureyri

4. Litir

5. Nærmynd

Sendu á leikur@minjasafnid.is ásamt nafninu þínu og aldri.

Dregið verður úr innsendum myndum – Poloroid myndavél í verðlaun.

Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarbæ og Uppbyggingarsjóði Noðurlands eystra.