HINIR HÁU TÓNARFrásagnir, ljóð og hugleiðingar um þá Davíð Stefánsson og fyrirmynd hans og vin Matthías Jochumsson. Dagskráin er í umsjá Valgerðar H. Bjarnadóttur, húsfreyju Davíðshúss. Ungur hreifst Davíð af skáldskap Matthíasar og litríkri persónunni sem hann heyrði af frá foreldrum sínum og þeirra foreldrum. Seinna kynntust þeir og bundust vinaböndum, þótt aldursmunurinn væri 60 ár og kynnin stutt. Aðgangur að Davíðshúsi kostar kr. 1.200.- (kr.600 fyrir öryrkja og 67 ára og eldri).  Tilvalið er að kaupa árskort sem kostar 3.000.-, gildir í eitt ár frá dagsetningu og veitir auk þess aðgang að Sigurhæðum, Nonnahúsi, Minjasafninu og Laufási.Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og er hluti af Listasumri á AkureyriEftir Davíð liggja nokkrar greinar og ræður þar sem hann fjallar um Matthías. Hann átti mikinn þátt í að Sigurhæðir voru gerðar að safni um Matthías og sagði m.a. í ræðu við opnun safnsins:  "Hús skáldsins er ekki lengur í einstaklingseign, heldur helgidómur þjóðarinnar. Skáldið hefur sigrað. Skáldið er upprisið.
Matthías var nokkra stund að átta sig á þessu unga skáldi, en þegar Svartar fjaðrir komu út 1919 skrifaði hann ritdóm í Lögréttu og kallaði bókina "hina nýju Davíðssálma".
Í dagskránni stiklar Valgerður á stóru í þessum frásögnum, les nokkur ljóð þeirra beggja og veltir fyrir sér áhrifum Matthíasar á Davíð.

Aðgangur að Davíðshúsi kostar kr. 1.200.- (kr.600 fyrir öryrkja og 67 ára og eldri).  Tilvalið er að kaupa árskort sem kostar 3.000.-, gildir í eitt ár frá dagsetningu og veitir auk þess aðgang að Sigurhæðum, Nonnahúsi, Minjasafninu og Laufási.
Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og er hluti af Listasumri á Akureyri