Fimmtudaginn 7. júlí kl. 16 hefst viðburðaröð sumarsins í Davíðshúsi, undir yfirskriftinni ALLAR GÁTTIR OPNAR. Á hverjum fimmtudegi í sumar verður dagskrá tengd Davíð, ljóðum hans og lífi. Þau Kristjana og Kristján hefja herlegheitin með því að flytja bæði gömul og þekkt og frumsamin lög við ljóð Davíðs og nokkurra kvenna, s.s. Jakobínu Sigurðardóttur, Höllu Eyjólfsdóttur, Lenu Gunnlaugsdóttur og Elísabetar Geirmundsdóttur. Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Hjartarson flytja lög við ljóð eftir Davíð Stefánsson og fl.

Fimmtudaginn 7. júlí kl. 16 hefst viðburðaröð sumarsins í Davíðshúsi, undir yfirskriftinni ALLAR GÁTTIR OPNAR.
Á hverjum fimmtudegi í sumar verður dagskrá tengd Davíð, ljóðum hans og lífi.

Þau Kristjana og Kristján hefja herlegheitin með því að flytja bæði gömul og þekkt og frumsamin lög við ljóð Davíðs og nokkurra kvenna, s.s. Jakobínu Sigurðardóttur, Höllu Eyjólfsdóttur, Lenu Gunnlaugsdóttur og Elísabetar Geirmundsdóttur.

Í næstu viku, fimmtudaginn 14. júlí, tekur svo húsfreyja Davíðshúss, Valgerður H. Bjarnadóttir, við og verður með dagskrá í svipuðum anda og í fyrrasumar, sumt verður rifjað upp, annað frumflutt.

Viðburðaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.

Aðgangur að Davíðshúsi kostar kr. 1.200 fyrir fullorðna, kr. 600 fyrir aldraða og öryrkja og börn innan 18 ára fá frítt inn. Tilvalið er að kaupa sér árskort á kr. 3000 og koma á fleiri viðburði í sumar. Árskortið veitir einnig aðgang að Sigurhæðum, Nonnahúsi, Minjasafninu og Laufási.