Í ljósi hertra sóttvarnarráðstafana sjáum við okkur ekki annað fært en að aflýsa öllum viðburðum helgarinnar sem Minjasafnið á Akureyri, Laufás, Nonnahús, Davíðhús og Leikfangahúsið hafa auglýst fyrir komandi helgi.
Starfsfólki safnanna er umhugað um að framfylgja tilmælum yfirvalda í einu og öllu, og munum við því jafnframt takmarka fjölda gesta í safnhúsum okkar, með tilliti til húsrýmis og tveggja metra fjarlægðarmarka, sem og loka fyrir aðgang safngesta að Minjasafnskirkjunni.
Eftir sem áður bjóðum við gesti hjartanlega velkomna á söfnin, sem verða áfram opið en með aukinni áherslu á takmarkaðan fjölda safngesta í hverju safni.
Við hvetjum safngesti okkar, sem og landsmenn alla, til að hafa það hugfast að við erum öll almannavarnir.
Sumar: 1. júní - 31. ágúst - Daglega kl. 10-17
Vetur: 1. september - 31. maí - Daglega kl. 13-16
Lokað/Closed 24-26, 31. desember og 1. janúar.