Draugasögur voru oft og tíðum sagðar í baðstofum þegar fólkið safnaðist saman að kvöldi eftir verk dagsins. Á fimmtudagskvöldið mun Þór segja draugasögur sem gerðust innan torfbæja þar sem gjarnan mátti finna löng göng og rangala, en þar gat ýmislegt leynst í hverju skúmaskoti. Þjóðlegar draugasögur fjalla m.a. um villudrauga, uppvakninga, ættarfylgjur og svipi. Draugar voru allt frá því að vera hættulegir draugar sem drápu menn og upp í það að vera svipir sem sýndu sig og gerðu ekki nokkrum mein. Algengastar voru fylgjurnar. Hver man ekki eftir sögum eins og þeirri um Þorgeirsbola sem mikið var á ferðinni í nágrenni Laufásbæjar í Grýtubakkahreppi.
Takmarkað sætarými er í baðstofunni og er fólk því hvatt til þess að panta sér sæti í síma 463-3104.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Iðnaðarsafnið - opið daglega kl. 13-16
Lokað aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30
Gamli bærinn í Laufási, Davíðshús, Leikfangahúsið, Smámunasafnið - lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa