Hannesarholt og Bókaútgáfan Opna standa fyrir bókmenntakvöldi í Hannesarholti í kvöld, mánudaginn 14. október,  klukkan 20. Þar verður fjallað um bókina Pater Jón Sveinsson – NONNI, eftir Gunnar F. Guðmundsson, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns efnis á síðasta ári. Brynhildur Pétursdóttir, alþingismaður og fyrrum forstöðumaður Nonnasafns á Akureyri mun ræða við Gunnar um pater Jón Sveinsson, ævisöguritunina og Nonnabækurnar sem báru hróður höfundar um veröld víða. Gestir erru hvattir til að leggja orð í belg og spyrja þau Brynhildi og Gunnar spjörunum úr. Búast má við skemmtilegum og frjóum umræðum um þessa merku bók. Aðgangseyrir er 1.000kr. Gengið er inn frá Skálholtsstíg.www.hannesarholt.is