Góður rómur var gerður af dagskrá og sýningu Stoðvina Minjasafnsins um kjarnakonurnar úr Innbænum fyrsta vetrardag á Amtbókasafninu. Sýningin er opin frá 24. október til 7. nóvember á opnunartíma AmtsbókasafninsTalið er að um 130 manns hafi komið og hlustað á erindin um merkiskonurnar Elísabetu Geirmundsdóttur (1915-1959), listakonuna í Fjörunni og Ragnheiði O. Björnsson (1896-1987), kaupkonu. Sýning Stoðvina Minjasafnins um kjarnakonurnar tvær má enn sjá á Amtsbókasafninu. Sýningin samanstendur af margvíslegum munum eftir þær kjarnakonur ásamt munum sem voru í þeirra eigu.