Samsett mynd. Myndirnar gerðu nemendur teiknideildar Myndlistarskólans í Reykjavík.
Samsett mynd. Myndirnar gerðu nemendur teiknideildar Myndlistarskólans í Reykjavík.

Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld.

Hverjir voru eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld? Hvernig var lýst eftir þeim?

Í Alþingisbókum Íslands 1570-1800 er að finna um 200 mannlýsingar. Þær voru ljósmyndir þess tíma sem þjónuðu þeim tilgangi að geta borið kennsl á strokufólk og óskilamenn á Íslandi í von um að handsama það og veita því makleg málagjöld. Teikningarnar eru tilraun til að draga upp mynd af þessu ólánsfólki 17. og 18. aldar.

Sýningin samanstendur af 30 teikningum nemenda á teiknibraut við Myndlistaskólann í Reykjavík sem unnar voru í samstarfi við Daníel G. Daníelsson sagnfræðinema.

Látið þessa einstöku sýningu ekki framhjá ykkur fara. Sýningunni lýkur 17. mars.

Tengiliðir sýningarinnar:

Anna C Leplar, deildarstjóri teiknibrautar Myndlistaskólans í Reykjavík teikning@mir.is

Daníel G. Daníelsson, verkefnastjóri „Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld“ dgd2@hi.is