Það var stór stund á Minjasafninu á Akureyri í dag þegar Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, tók við 16 Íslandskortum sem Karl-Werner Schulte færði Akureyrarbæ að gjöf. Árið 2014 gáfu Karl-Werner og kona hans Gisela Schulte-Daxboek bænum 76 kort þannig að nú telur Íslandskortasafn Akureyrarbæjar 92 kort frá árunum 1500-1800 eftir helstu kortagerðarmenn Evrópu.
Kortin verða til sýnis yfir helgina á sýningunni Land fyrir stafni – Íslandskortasafn Schulte .
Smelltu hér til að skoða myndir Schulte gjöf 2019
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30