Það var stór stund á Minjasafninu á Akureyri í dag þegar Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, tók við 16 Íslandskortum sem Karl-Werner Schulte færði Akureyrarbæ að gjöf. Árið 2014 gáfu Karl-Werner og kona hans Gisela Schulte-Daxboek bænum 76 kort þannig að nú telur Íslandskortasafn Akureyrarbæjar 92 kort frá árunum 1500-1800 eftir helstu kortagerðarmenn Evrópu.
Kortin verða til sýnis yfir helgina á sýningunni Land fyrir stafni – Íslandskortasafn Schulte .
Smelltu hér til að skoða myndir Schulte gjöf 2019
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Laufás opið 11-17 í september
Iðnaðarsafnið opið 13-17 í september
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30