Eyfirðingar sem og aðrir gerðu sér glaðan dag á eyfirska safnadaginn og flykktust í söfnin í firðinum. Safnarútan sem fór á Byggðasafnið Hvol á Dalvík, Náttúrugripasafnið á Ólafsfirði og Síldarminjasafnið var sneisafull og í raun fóru tvær rútur þá leið þar sem þungatakmarkanir voru á lágheiðinni. Fjörtíu ánægðir gestir fóru með leiðsögumönnunum úr félagi leiðsögumanna á Norðurlandi á söfnin vestan megin í firðinum. Hin safnarútan sem fór á Smámunasafnið, Safnasafnið og í Gamla bæinn Laufási var ekki eins fjölmenn en fyllti þó næstum heilan tug. Það var góður hópur sem fór í ferðina og lukkuðust báðar ferðirnar vel að sögn þátttakenda. Talið er að tæplega 1400 manns hafi tekið þátt í deginum með okkur að frátöldum þeim fjöldamörgu sem voru við opnun sýningar Listasafnsins og er það einkar ánægjulegt. Þessi dagur er að mati safnafólksins í Eyjafirði kominn til að vera.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30