Rútuferðir verða á söfnin við Eyjafjörð. Safnarúta 1: fer frá Akureyri kl 10 með viðkomu byggðasafninu Hvoli á Dalvík, Náttúrgripasafni Ólafsfjarðar, Síldlarminjasafni Íslands og Þjóðlagasetri sr Bjarna Þorsteinssonar. Safnarúta 2: fer frá Akureyri kl 12:30 í Útgerðarminjasafnið á Grenivík og svo í Gamla bæinn Laufás. Áhugasömum er bent á vefsíðuna www.sofn.is þar sem finna má nánari upplýsingar um það sem um er að vera þennan dag og brottfararstað safnarútanna tveggja.
Söfn fyrir börn í Eyjafirði Eftirfarandi söfn verða opin frá 11-17. Enginn aðgangseyrir er á EYFIRSKA SAFNADAGINN: Amtsbókasafnið, Davíðshús, Flugsafn Íslands, Iðnaðarsafnið á Akureyri, Leikfangasýning Friðbjarnarhúsi Akureyri, Listagilið : sýning í Gallerý Boxi, Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Byggðasafnið Hvoll á Dalvík, Gamli bærinn Laufás, Holt – hús Öldu Halldórsdóttur í Hrísey, Hús Hákarla-Jörundar í Hrísey, Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar, Safnasafnið á Svalbarðsströnd, Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði, Smámunasafn Sverris Hermannssonar í Eyjafjarðarsveit, Útgerðarminjasafnið á Grenivík og Þjóðlagasetrið á Siglufirði.
Eyfirski safnadagurinn er stryrktur af Menningarráði Eyþings og rúturferðirnar eru styrktar af Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð og Grýtubakkahreppi.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Iðnaðarsafnið - opið daglega kl. 13-16
Lokað aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30
Gamli bærinn í Laufási, Davíðshús, Leikfangahúsið, Smámunasafnið - lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa