Önnur grunnsýning Minjasafnsins, Eyjafjörður frá öndverðu, sem á síðustu 13 árum hefur laðað að sér um 150.000 gesti hefur nú verið tekin niður. Af því tilefni komu fréttahaukar norðlensku fréttastöðvarinnar N4 í heimsókn og tóku viðtal við safnstjórann, Harald Þór Egilsson,  og forvörð Þjóðminjasafns Íslands Natalie Jacqueminet. Fyrirhugaður er þjóðbúningadagur í nóvember í safninu þar sem salurinn verður nýttur til hins ítrasta auk þess sem vel mun lofta um jólasýninguna í ár í þessu skemmtilega rými. handan við hornið er þó dagskrá STOÐvina fyrsta vetrardag.  Í rýminu tekur síðan við sumarsýning næsta árs sem verður ljósmyndasýning.Minjasafnið á Akureyri í föstudagsþætti N4