Í dag 11. nóvember er fæðingardagur sr. Matthíasar Jochumssonar eins afkastamesta ljóðskálds Íslendinga. Hann samdi þjóðsöng Íslendinga, Lofsönginn, samdi ótal ljóð og leikrit en það þekktasta er leikverkið um Skugga-Svein. Hann þýddi auk þess ótal leikverk en mörg hver voru eftir Shakespeare. Matthías var vel liðinn prestur og ástsæll meðal Akureyringa og þjóðinni allri. Þetta sagði Davíð Stefánsson frá Fagraskógi um afmælisbarn dagsins:Hugur hans og list eru fráhverf þeim óskapnaði, sem vaxinn er úr vantrú og stórmennskubrjálæði, gljáir um stund, en springur snögglega líkt og sápukúla, hol og kjarnalaus. (Davíð Stefánsson, 1960/ Skáldið í Sigurhæðum, 1963)