Á dögunum færði Hermann Jónsson okkur fágætan silfurpening sem líklega er frá 1065-1080. Slíkir fundir eru afar sjaldgjæfir. Á framhlið peningsins er andlit en á bakhliðinni krossmark. Myndin er líklega Ólafur kyrri, sonur Haraldar harðráða. Peningurinn hefur verið notaður sem hálsmen.Hermann fann peninginn sem strákur á Mýlaugsstöðum í Aðaldal þegar hann var að leika sér með bíla í moldinni. Nýlegur fornleifafundur í Skaftárhreppi ýtti við honum að koma gripnum til varðveislu.Peningnum hefur verið komið til Minjastofnunar Íslands en Þjóðminjasafn Íslands tekur við gripnum til forvörslu og varðveislu. Hver veit nema að peningurinn endi síðar á sýningu á Minjasafninu.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30