Síðastliðinn fimmtudag var undirritað samkomulag um styrk frá Ferðamálastofu til að koma upp snyrtingum við minjastaðinn á Gásum.
Styrkurinn hljóðar upp á 2 milljón krónur og kemur til viðbótar styrk frá sama aðila upp á 3 milljón krónur sem veittur var í fyrra. Guðmundur Sigvaldason, sveitastjóri Hörgárbyggðar, skrifaði undir samninginn fyrir hönd Gásaverkefnisins á veitingastaðnum Friðrik V. Eins og sést á myndinni voru bæði samgöngumálaráðherra, Sturla Böðvarsson, og ferðamálstjóri, Magnús Oddson viðstaddir undirskriftina.
Smíði snyrtingana er hafin og verða húsin tvö afhent um mánaðarmótin maí -apríl. Þeim verður þá komið fyrir á Gásum. Þá er uppbyggingin hafin á fyrsta áfanga verkefnisins Gásir - lifandi miðaldakaupstaður.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30