Síðastliðinn fimmtudag var undirritað samkomulag um styrk frá Ferðamálastofu til að koma upp snyrtingum við minjastaðinn á Gásum.
Styrkurinn hljóðar upp á 2 milljón krónur og kemur til viðbótar styrk frá sama aðila upp á 3 milljón krónur sem veittur var í fyrra. Guðmundur Sigvaldason, sveitastjóri Hörgárbyggðar, skrifaði undir samninginn fyrir hönd Gásaverkefnisins á veitingastaðnum Friðrik V. Eins og sést á myndinni voru bæði samgöngumálaráðherra, Sturla Böðvarsson, og ferðamálstjóri, Magnús Oddson viðstaddir undirskriftina.
Smíði snyrtingana er hafin og verða húsin tvö afhent um mánaðarmótin maí -apríl. Þeim verður þá komið fyrir á Gásum. Þá er uppbyggingin hafin á fyrsta áfanga verkefnisins Gásir - lifandi miðaldakaupstaður.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Laufás opið 11-17 í september
Iðnaðarsafnið opið 13-17 í september
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30